Elsku sumar….

IMG_3522
Fjölskyldumynd í Kjarnaskógi

Sumarið kom og fór eins og öll önnur sumur. En þetta sumar var svo langþráð eftir langan vetur og leiðinlegt veður í vor….ég meina það var haglél um miðjan maí á höfuðborgarsvæðinu….hvað var það?

IMG_3550

Við reyndum þó að finna góða veðrið og skellum okkur í eina viku norður til Akureyrar og fengum allavega töluvert betra veður þar á einni viku heldur en við höfðum fengið í rúman mánuð fyrir sunnan.

IMG_3749

Auðvitað kemur hamingjan ekki með góða veðrinu en mikið gerir það gott fyrir sálina að fá smá sólargeisla inn í lífið. Við vorum því afskaplega þakklát fyrir það góða veður sem við fengum í frínu okkar.

IMG_3811
Túristar á Íslandi

Við nutum þess svo sannarlega að ferðast um norðurland enda með eindæmum fallegt þar. Ég fór til Húsavíkur í fyrra með krakkana í hvalaskoðun og á Hvalasafnið en það var mjög mikil upplifun fyrir okkur öll og það kom ekkert annað til greina hjá þeim en að endurtaka leikinn.

19800898_10154877391342874_280548744557830679_o
Ég tók þessa mynd af hval úr bátnum – við vorum ekkert smá nálægt þeim!

Við vorum einstaklega heppin með veður í hvalaskoðuninni og nokkrir hvalir komu alveg upp að bátnum í ferðinni svo við gátum séð þá mjög vel.

19983633_10154877268062874_7874699349635493578_o

Mjög skemmtilegt ævintýri verð ég að segja og krakkarnir voru alveg heilluð. Ég mæli alveg klárlega með hvalaskoðun frá Húsavík ef ykkur langar í smá ævintýraferð. Stórkostleg náttúra allt í kring og alveg magnað að sjá hvalina í sínu umhverfi.

19956241_10154875869667874_8772203667583821261_o.jpg

Á hvalasafninu er beinagrind af Steypireyð sem rak á land fyrir nokkrum árum og það er alveg magnað að sjá í svona mikilli nálægð hvað þessi skepna er stór!

Hvalasafnið er líka bara mjög skemmtilegur staður fyrir alla fjölskylduna að kíkja á, mjög margt að skoða og krakkarnir voru mjög áhugasamir um hvalina.

Húsavík er líka alveg dásamlega fallegur staður og ég mæli klárlega með ferð þangað ef þið eruð að stefna á ferðalög innanlands á næstunni.

19944593_10154877400982874_4415731212444649253_o

Við nutum líka lífsins í sólinni á Akureyri en þar er margt skemmtilegt að skoða og sonur minn sem er alveg heillaður af bátum og skútum vildi helst ekkert fara heim eftir gönguferð að Hofi þar sem við skoðuðum bátana.

IMG_3666

Elska þetta fallega umhverfi!

IMG_3668

Alveg heillaður…

IMG_3682

Það er sjaldan mjög rólegt í kringum okkur fjölskylduna…..hver segir svosem að maður þurfi að standa kyrr þegar myndir eru teknar…..

IMG_3719

Við skemmtum okkur líka mjög vel í Dimmuborgum og fórum í Jarðböðin í Mývatnssveit eftir gönguferðina um Dimmuborgir.

IMG_3754_Fotor.jpg

Mikið ævintýri að ganga um Dimmuborgir.

IMG_3751_Fotor.jpg

Lystigarðurinn á Akureyri er í miklu uppáhaldi hjá okkur, svo fallegur garður.

IMG_3607_Fotor

Alltaf jafn gaman að koma í Lystigarðinn og rölta um og skoða fallegu blómin og trén.

IMG_3610

Ég er heppin að eiga þennan frábæra ferðafélaga, án hans væri lífið ekki eins!

IMG_3590

Fallegu fallegu blóm!

IMG_3585

Við áttum líka marga góða daga saman í höfuðborginni og fórum til dæmis nokkrum sinnum niður að höfn og skoðuðum mannlífið í miðbænum.

IMG_4081

Við prófuðum líka nýjan pizzastað og fengum geggjaðar súrdeigspizzur þar. Skemmtilegur staður, Flatey.

IMG_4092_Fotor

Þessi myndarlegi eiginmaður minn átti svo afmæli í lok sumars og við héldum að sjálfsögðu upp á það enda eru það forréttindi að fá að eldast og hverju ári ber að fagna!

 

Með sól í hjarta kveð ég sumarið og tek fagnandi á móti nýjum ævintýrum í haust og vetur. Framundan eru spennandi tímar hjá mér sem fararstjóri hjá Gaman Ferðum og ég mun halda áfram að vera leiðbeinandi á námskeiðum hjá Heilsuborg. Það verður því nóg um að vera hjá mér og með þakklæti í hjarta tek ég á móti fallega haustinu.

IMG_4093

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s