Draumafrí fjölskyldunnar til Tenerife

IMG_4632

Við fjölskyldan vorum að koma heim úr sumarfríinu okkar en við fórum í alveg dásamlega fjölskylduferð til Tenerife í samstarfi við Gaman FerðirVið vorum í tvær vikur og gistum á hótelinu Green Garden Resort sem er alveg frábært fjölskylduhótel.

IMG_4453
Þetta útsýni frá sólbekknum yfir sundlaugina stóð alveg fyrir sínu!

Við fórum síðast til Tenerife fyrir 10 árum síðan en þá voru stelpurnar ekki nema eins árs og fjögurra ára svo það var mjög gaman að koma aftur á þessa fallegu eyju og sjá hvað hefur breyst á þessum tíu árum.

IMG_4753

Hérna eru systurnar saman á Tenerife 2008….

IMG_4752

Og núna 10 árum síðar á sama stað og myndirnar voru teknar árið 2008…

IMG_4727.jpg

Aðeins búnar að stækka á þessum 10 árum en ennþá jafn sætar!

IMG_4735

Ég er náttúrulega bara heppnasta kona í öllum heiminum að geta kallað mig mömmu þeirra! Þvílíkar gersemar þessar fallegu stelpur sem ég á.

IMG_4724

Við fórum eitt kvöldið og borðuðum á veitingastaðnum Bianco sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur 2008 og hann stóð ennþá fyrir sínu.

IMG_4702

Við vorum reyndar einum fleiri í þessarri ferð á Bianco en sonurinn er nú búinn að bætast við fjölskylduna síðan í síðustu ferð til Tenerife og hann var að prófa þennan stað í fyrsta skipti.

IMG_4710

Hann var mjög ánægður með kjötbollurnar og spaghettíið en er minna fyrir myndatökur eins og sést…..

Þessar tvær eru hins vegar alltaf til í að brosa fyrir myndavélina….

Það var mjög gaman að fara með krökkunum á þennan skemmtilega stað og rifja upp gamlar minningar, fátt skemmtilegra en að hlæja saman og bara njóta samverunnar.

IMG_4739

Í þessar tvær dásamlegu vikur á Tenerife gistum við á hótelinu Green Garden Resort sem er ævintýraheimur út af fyrir sig!

IMG_5270

IMG_4367_Fotor

Á hótelinu eru tvær stórar sundlaugar og ein lítil barnalaug og garðurinn sjálfur er algjört listaverk, pálmatré út um allt, falleg blóm og aðstaðan öll alveg til fyrirmyndar. Krakkarnir skemmtu sér konunglega í sundlauginni á meðan við foreldrarnir slökuðum á við sundlaugabakkann.

IMG_4899

Það var mjög ljúft að slaka á og sóla sig á Green Garden Resort….

IMG_4632.jpg
Garðurinn á Green Garden er algjör ævintýraheimur!

IMG_4391.jpg

Það er hugsað fyrir öllu á þessu hóteli, dýnur á sólbekkjum, sólhlífar og handklæði til að nota í garðinum. Svo eru þessir snilldar legubekkir á nokkrum stöðum í garðinum þar sem hægt er að fara í skugga og hvíla sig aðeins á sólinni.

IMG_4387

Við ákváðum að prófa að vera með allt innifalið í pakkanum sem við bókuðum en þá vorum við með allar máltíðir innifaldar og gátum farið í morgunverð, hádegisverð og kvöldmat á hótelinu auk þess að geta fengið drykki á barnum og snarl á snakkbarnum þegar okkur hentaði.

IMG_4618

Við sáum svo sannarlega ekki eftir þeirri ákvörðun að taka allt innifalið, maturinn á hótelinu var mjög góður og það var alltaf mjög mikið úrval svo allir fundu eitthvað við sitt hæfi.

IMG_4465

Hótelið var alltaf með mismunandi þema á kvöldin svo það var alltaf eitthvað nýtt og spennandi að prófa. BBQ, ítalst, asískt og þar fram eftir götunum. Við erum búin að ákveða að næst þegar við förum á Green Garden Resort á Tenerife munum við hafa allt innifalið aftur, bæði vegna þess að við vorum svo ánægð með matinn og vegna þess að þetta eru ótrúlega mikil þægindi þegar maður fer með fjölskylduna í frí, allir sáttir með matinn og svo mikill tímasparnaður að þurfa aldrei að fara í matvörubúð. Bara mæta, borða og fara aftur út á sólbekk. Og það er geggjað að geta bara náð sér í drykk á barinn eða sent krakkana eftir ís þegar þau þurftu að kæla sig niður.

IMG_4468

Og mömmurnar súkkulaðiköku…..

img_4619.jpg

Við mæðgurnar skelltum okkur svo einn daginn í SPA á hótelinu, það var alveg geggjað! Ég fór í heilnudd og lúxus fótsnyrtingu sem var dásamlegt og endurnærandi. Mér finnst það snilld að hótelið býður upp á allskonar meðferðir fyrir börn líka, nudd, hand- og fótsnyrtingu til dæmis, þannig að krakkarnir geta fengið að prófa að fara í SPA og okkur mæðgunum fannst þetta æði.

IMG_4887

Þetta hótel er bara draumur í alla staði! Fallegt, snyrtilegt og með allt til alls!

IMG_4453

Íbúðirnar sjálfar eru bjartar og rúmgóðar, við vorum í íbúð með tveimur svefnherbergjum og hún hentaði okkur alveg ótrúlega vel. Eldhús, stofa, tvö baðherbergi (sem er snilld þegar fjölskyldan er stór) og mikið skápapláss. Íbúðin var á tveimur hæðum þannig að við vorum með svalir á efri hæðinni og stóra verönd með sólbekkjum á neðri hæðinni sem við notuðum mjög mikið.

IMG_4501.JPG

IMG_4473

Svefnherbergin voru mjög flott og rúmin þæginleg.

IMG_4497

Við vorum að mestu bara í afslöppun á hótelinu enda snérist ferðin um það að fara í frí saman, slaka á og njóta samverunnar. Þess vegna fannst mér það ótrúlega mikill kostur hversu gott hótelið var og hvað það fór vel um okkur.

IMG_4516

Garðurinn á Green Garden er líka mjög fallegur á kvöldin og við nutum þess oft að borða kvöldmatinn úti á veitingastaðnum og horfa yfir sundlaugagarðinn.

IMG_4877

Og innan um öll yndislegu blómin í garðinum fann ég þessa fallegu blómarós.

IMG_4871

Við gerðum okkur ferð í Siam Park sem er æðislegur vatnsrennibrautagarður og við sáum svo sannarlega ekki eftir því, þar skemmtu allir sér konunglega, bæði krakkarnir og við foreldrarnir – mæli klárlega með ferð þangað ef þið eruð á leiðinni til Tenerife.

IMG_4851
Þessi þrjú skemmtu sér konunglega í Siam Park!

Það var svo mikið fjör hjá okkur í Siam Park að við keyptum nýja miða í garðinn á leiðinni út úr honum, en það er hægt að kaupa miða með afslætti sem þú þarft að nota innan 15 daga og við ákváðum að nýta okkur það.

Krakkarnir vildu líka prófa lítinn dýragarð sem heitir Monkey Park og við skelltum okkur þangað einn daginn og það vakti mikla lukku. Þar er hægt að kaupa mat og gefa dýrunum sem var auðvitað mjög mikil upplifun og skemmtilegt fyrir krakkana.

IMG_5294

IMG_5046

IMG_5016

IMG_5003

IMG_5018

Tenerife er alveg frábær fjölskylduparadís og við áttum dásamlegan tíma saman þar í frínu. Mikið úrval af skemmtun fyrir alla fjölskylduna og við eigum eftir að prófa margt fleira í næstu ferðum eins og að fara í eitthvað vatnasport eða siglingu.

IMG_5130

La Terrazza Del Mare er æðislegur veitingastaður við ströndina sem við fórum á eitt kvöldið og þar fengum við mjög góðan mat og drykki. Útsýnið er líka algjörlega geggjað, en maður horfir bara út yfir hafið á meðan maður borðar.

IMG_5121

Krakkarnir voru mjög ánægðir með matinn þar líka….

IMG_5125

Og ég með kokteilana……prófaði þá nokkra!

IMG_5132

Annars var ég eiginlega mest ánægð með útsýnið og þetta dásamlega fallega sólsetur……

IMG_5143

Ég get alveg sagt ykkur það að Tenerife fékk alveg sérstakan stað í hjarta mínu í þessarri dásamlegu ferð.

IMG_5179

Draumur!

IMG_4711

Við erum að sjálfsögðu farin að plana aðra fjölskylduferð til Tenerife enda var þessi ferð algjör draumur í alla staði og ekki annað hægt en að láta sig dreyma um að fara aftur með fjölskylduna til Tenerife og búa til nýjar minningar.

IMG_4746

Það er ekkert dýrmætara í þessum heimi en fjölskyldan og samveran með börnunum, ég get alveg sagt ykkur það að þessi 10 ár sem voru milli Tenerife ferða hjá okkur liðu mun hraðar en ég hefði getað ímyndað mér og eftir 10 ár í viðbót verða þessar dásamlegu dætur mínar líklega komnar með sína eigin fjölskyldu og á leið í frí til Tenerife.

IMG_4745

Ég mun bara halda áfram að láta mig dreyma um fleiri Tenerife ferðir í framtíðinni og það má því draumarnir rætast ef maður trúir á þá!

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s