BALMAIN PARIS hárvörur með í ferðalagið

IMG_3901_Fotor
Samstarf

Nú styttist heldur betur í fjölskyldufríið okkar til TENERIFE, rétt rúmar 2 vikur til stefnu og ég er farin að huga að því hvað ég ætla að taka með. Ég er alveg þekkt fyrir það í fjölskyldunni að taka allt of mikið með mér í ferðalög en mér finnst bara alveg mjög erfitt að velja og hafna þegar ég pakka niður!

En ég er að reyna að læra af reynslunni og ætla að taka minna með í þetta skiptið. Það er fátt leiðinlegra en að burðast með fulla tösku af fötum til útlanda ef maður notar svo ekki helminginn af þeim.

Þegar farið er í sólarfrí er mjög mikilvægt að hafa góða sólarvörn og sólarvörn í hárið meðferðis, en ég tek með mér þessa sprey sólarvörn frá BALMAIN PARIS. Hún verndar hárið fyrir UVA og UVB geislum sólnarinnar og nærir hárið þegar það er berskjaldað fyrir sól, klór og sjó. Sólarvörnin kemur í veg fyrir að hárliturinn dofni og gerir hárið mjúkt og glansandi.

IMG_3897_Fotor
Frábær BALMAIN PARIS tvenna í sólarfríið – sólarvörn í hárið og ASH TONER 

Einnig finnst mér mjög gott að hafa ASH TONER frá BALMAIN PARIS meðferðis en djúpi fjólublái liturinn í tónernum frískar upp á hárið, gefur því fallegan glans og eyðir gulum tónum úr hárinu. Virkar í raun eins og fjólublátt sjampó fyrir ljóst hár en er einfaldara og fljótlegra í notkun.

Eitt af því sem ég mun svo sannarlega taka með mér í fríið er þráðlausa sléttujárnið mitt frá BALMAIN PARIS en það er algjör snilld að hafa með í öll ferðalög þar sem það er létt, meðfærilegt og tekur lítið pláss í töskunni.

IMG_3889_Fotor

Sléttujárnið kemur í fallegri leðurtösku en í henni er líka hægt að geyma hleðslutækið fyrir sléttujárnið, greiðu og hárvörur í ferðastærð svo hún hentar ótrúlega vel í öll ferðalög.

Hleðslan á sléttujárninu dugar í 35 mínútur á mesta hita, en ég er yfirleitt um 20 mínútur að slétta allt hárið, styttra ef ég er bara aðeins að laga mestu bylgjurnar. Það fylgja líka nokkrir mismunandi spennubreytar með hleðsutækinu svo það er ekkert mál að hlaða hvort sem maður er í New York, London eða París!

IMG_3888_Fotor

BALMAIN PARIS þráðlausa sléttujárnið er búið háþróuðum fljótandi títaníum plöttum sem skilar silkimjúkri, glansandi og heilbrigðri áferð. Títaníum plattarnir renna auðveldlega í gegnum hárið og tryggja stöðuga og jafna hitadreifingu.

Þar sem ég ferðast mjög mikið í vinnu og í frítíma er ótrúlega þæginlegt að hafa svona þráðlaust sléttujárn með í ferðalögin en áður en ég eignaðist þetta æðislega sléttujárn frá BALMAIN PARIS fór ég um allt með stórt sléttujárn sem er bæði þyngra og með langri snúru sem tekur mikið pláss. Þetta er því algjör draumur fyrir mig þar sem ég get ekki verið án sléttujárns á ferðalögum.

Ég er líka ótrúlega ánægð með gæðin í þessu ferðasléttujárni en ég trúði því eiginlega ekki hversu öflugt það væri áður en ég prófaði það.

Það sem ég er komin með á listann minn fyrir sumarfríið á TENERIFE:

 • Bikiní og sundbolur
 • Kímónó í nokkrum litum
 • Hlýrabolir og stuttbuxur
 • Sumarkjólar
 • Sandalar
 • Sólarvörn
 • Þráðlausa sléttujárnið
 • BALMAIN PARIS hárvörur
 • Snyrtivörur
 • Strandtaska og handklæði
 • Góð bók til að lesa

Við munum svo njóta lífsins í algjörri afslöppun á Green Garden Resorts & Suites á Tenerife, en ég hef látið mig dreyma um fjölskyldufrí á þessu hóteli í langan tíma og sá draumur er loksins að verða að veruleika. Gaman Ferðir bjóða upp á pakkaferðir á þetta æðislega hótel sem er staðsett á Amerísku ströndinni á Tenerife. Við ákváðum að velja pakka þar sem allt er innifalið og getum því notið þess að slaka algjörlega á og njóta lífsins með krökkunum á meðan aðrir sjá um að græja matinn fyrir okkur. Það er líka dásamleg tilhugsun að geta bara fengið sér drykki og ís yfir daginn eins og hentar, sérstaklega þegar maður ferðast með börn.

Ef þið viljið fylgjast með okkur fjölskyldunni í sumarfríinu á TENERIFE verð ég dugleg að setja inn myndir og myndbönd á INSTAGRAM en þið finnið mig þar undir nafninu BJARGEY & CO.

IMG_3439

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s