Allt sem við veitum athygli vex og dafnar

Það er svo skemmtilegt með þetta yndislega líf að maður er alltaf að læra. Uppgötva eitthvað nýtt og þroskast sem einstaklingur.

Mér hefur alltaf þótt vænt um þessi orð hans Guðna Gunnarssonar; allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Ég heyrði þau fyrst frá honum sjálfum í Rope Yoga tíma og hef hugsað mikið um þau síðan.

Það er svo mikill sannleikur í þessum orðum hans Guðna.

Allt sem við veitum athygli vex og dafnar.

IMG_1986

Allt sem við nærum, veitum athygli, leggjum metnað og vinnu í – verður að veruleika.

IMG_1989

Hugmyndir okkar og draumar verða að veruleika þegar við veitum þeim athygli og leyfum þeim að blómstra. Ég var svo lánsöm um daginn að fá að hlusta á fyrirlesur með Heimi Hallgrímssyni landliðsþjálfara en hann var með skemmtilegar hugleiðingar varðandi heppni. Hvað er heppni? Hvað er að vera heppinn?

Heppni hefur ekkert með tilviljanir að gera.

Það veltur allt á því hversu mikið þú leggur á þig hversu heppinn þú verður.

Ég er svo innilega sammála þessum hugleiðingum Heimis.

Það er bara náttúrulögmál að því meira sem þú gefur – því meira færðu til baka.

Því meiri vinnu sem þú leggur á þig núna  – því meira uppskerðu seinna.

IMG_1946

Ég fæ oft að heyra það hversu heppin ég sé. Heppin að eiga góðan mann, yndisleg börn, fallegt heimili, vinna við draumastarfið.

Ég er sammála –  ég er fáránlega heppin!

IMG_3582.jpg

Og ég er líka þakklát.

Þakklát fyrir að eiga gott líf og vera hamingjusöm.

Ég hef marfoft sagt að ég hef unnið í lottóinu, lottói lífsins.

0B3EDC87-1C7B-4E11-867A-A2B924944A1E

Ég lagði líka miklu vinnu á mig til að ná markmiðum mínum. Velgengni mína á ég ekki eingöngu heppni að þakka heldur vinnusemi, metnaði og vænni skvettu af þrjósku.

Allt sem ég hef ætlað mér hef ég klárað. Ég set mér markmið og gefst ekki upp fyrr en því hefur verið náð.

Stundum hef ég kannski farið fullmikið áfram á hnefanum og ég er að læra að ég má slaka á líka. Ég þarf stundum að minna sjálfa mig á að ég má stoppa og njóta. Bara vera til, hér og nú. Ég hef náð öllum mínum markmiðum hingað til og ég mun halda því áfram. Ég þarf ekki að vera í neinu kapphlaupi við tímann.

FF3E80FA-0CB0-4621-9656-F1F31D17937A

Ég hef aldrei áður upplifað þessa tilfinningu svo sterkt að ég sé bara hér og nú. Mér finnst ég standa á toppi veraldar og það er bara alls ekkert kalt á toppnum. Ég er ekki að fara neitt annað, þarf ekki að klára neitt. Ég er á réttum stað og hér er gott að vera.

Á þessum fallega stað er ég með gott útsýni yfir allt sem liðið er, það sem ég hef skapað, lifað og áorkað. Ég sé sigra og sorgir, fólk sem ég hef elskað, líf sem ég hef skapað og fjöll sem ég hef klifið.

Fortíðin er hluti af mér.

Núið er ég.

Framtíðin er allt sem ég mun skapa.

Ég elska sjálfa mig eins og ég er. Ég er elskuð og elska aðra. Hljómar kannski klisjukennt – en er hægt að biðja um eitthvað meira?

IMG_3185
Plakat frá Fabia Design

Þetta fallega ljóð eftir Guðnýju Björk les ég daglega. Það er svo ótrúlega kröftugt og hvetjandi og gefur mér svo mikinn styrk í hvert einasta sinn sem ég les það.

Ég er stolt. Ég er sterk og ég get allt sem ég ætla mér.

Draumar mínir munu allir rætast, þeir hafa gert það nú þegar!

Undirskrift Bjargey

 

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s