Ævintýraheimur í Girona á Spáni

IMG_2104_Fotor

Þegar ég fór til Spánar í maí fór ég í dagsferð til Girona sem er falleg borg í um 100 km fjarlægð frá Barcelona. Ég hafði heyrt að borgin væri falleg en ég heillaðist algjörlega af fegurð hennar!

IMG_2092

Ævintýralegur garður í kringum þetta forna virki sem heitir Forca Vella og var byggt af Rómverjum á öldum áður.

IMG_1967

Mögnuð upplifun að labba um virkið og sjá allar þessar fornu minjar.

IMG_2002

Virkið er umlukið trjám og gróðri og það eru gullfalleg blóm um allt.

IMG_2029

Stórkostlegt!

IMG_2044

Mér leið eins og ég væri stödd inni í einhverri ævintýraveröld…..

IMG_2079

Hérna er ég í garðinum sem er bakvið dómkirkjuna í Girona, en kirkjan er alveg ótrúlega falleg bygging.

IMG_2030_Fotor.jpg

Minnir mig á kastala…..

IMG_2022_Fotor

Virkilega skemmtileg upplifun að ganga þarna um og skoða þessar fallegu byggingar. Það er líka svo ótrúlega góður ilmur þarna af öllum gróðrinum, mér leið svolítið eins og ég væri að ganga í gegnum gróðurhús eða blómagarð.

IMG_1961_Fotor.jpg

Kirkjan er mjög stór og það tekur alveg smá tíma að ganga allan hringinn.

IMG_1950.jpg

Eins og eitt stórt listaverk.

IMG_1944.jpg

Hérna er aðalinngangurinn að kirkjunni.

IMG_2053.jpg

Og skreytingarnar á dómkirkjunni eru ótrúlega fallegar.

IMG_2058.jpg

En ég skoðaði ekki bara kirkjuna þó hún hefði fengið verðskuldaðan tíma, það var yndislegt að ganga um miðbæinn og njóta.

IMG_2069

Ég elska svona krúttlegar búðir og blóm!

IMG_1927_Fotor

Virkilega falleg göngugata þar sem hægt var að setjast niður og slaka á.

IMG_1911_Fotor

Og ég tek að sjálfsögðu myndir af öllum fallegu blómunum…..

IMG_1984 2.jpg

Girona minnti mig vissulega á Tossa de Mar, þessar þröngu götur og skemmtilegi byggingarstíll.

IMG_2064

Ég elska svona götur!

IMG_2497

Ég verð bara að hafa nokkrar myndir með frá Tossa de Mar, ég svíf ennþá um á bleiku skýji eftir dvölina þar.

IMG_2496

Fallega Tossa de Mar.

IMG_2499

Ég hef sjaldan verið jafn heilluð af einum litlum bæ…..en ég mun svo sannarlega fara aftur til Tossa de Mar við fyrsta tækifæri.

IMG_2498

Hversu fallegt!

IMG_2500

Næst tek ég alla fjölskylduna með, en ég held að það sé mjög sniðugt að taka beint flug til Barcelona, vera með bílaleigubíl og keyra til Tossa de Mar og Girona. Fara jafnvel á fleiri skemmtilega staði í leiðinni, eins og Sitges en ég fór þangað í fyrra og fannst það æðislegur staður.

Hérna er ég við smábátahöfnina í Sitges….ljúfa lífið!

IMG_1313

Hérna eru fleiri myndir frá ferðinni okkar til Sitges og Barcelona í fyrra:

Sitges og Barcelona

IMG_1803_Fotor.jpg

En nú er ég bara farin að telja niður dagana í næstu sólarferð þar sem sólin hefur ekkert látið sjá sig í Kópavoginum í allt sumar!

Undirskrift Bjargey

Leave a comment