
Það er svo þægilegt að skella í hollar og góðar vefjur. Þessar eru brakandi ferskar og ótrúlega bragðgóðar. Sniðugt er að nýta afgang af kjúkling í svona vefjur og auðvitað getur hver og einn búið til sína uppáhalds útgáfu.
Í þessar vefjur þarf:
Heilhveiti tortillur
Kál
Fetaost
Kjúkling
Avócadó
Kasjúhnetusósu
Kasjúhnetusósa
Það er mjög auðvelt að búa til sósuna. Hún er ótrúlega góð á bragðið og passar vel með vefjum, út á salat og mjög góð á hamborgara eða með sætkartöflufrönskum.
200 gr. Cashew hnetur
Safi úr 1/2 sítrónu
1 hvítlauksrif
2 tsk hlynsíróp
1 tsk Dijon sinnep
salt og pipar
2 dl. vatn
Aðferð:
Setjið kajsú hneturnar í blandara eða matvinnsluvél og hakkið mjög vel. Setjið svo allt hráefnið út í blandarann og þreytið saman þar til sósan er orðin silkimjúk. Setjið salt og pipar eftir smekk og ef ykkur finnst sósan of þykk getið þið alltaf bætt smá vatni útí og þynnt hana. Sósan geymist mjög vel í lokuðu íláti í kæli í nokkra daga.
Að lokum setjið þið allt á vefjurnar og njótið vel!