Minn eigin stílisti

Í dag fór ég í mjög skemmtilega stílistaráðgjöf í samstarfi við Lindex, en ég hef verslað mér föt í Lindex frá því að búðin opnaði á Íslandi og finn mér alltaf falleg föt í versluninni á góðu verði. Mér fannst það því mjög spennandi að kíkja til þeirra í stílistaráðgjöf sem býðst öllum viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

IMG_9129

Margrét Lea stílisti tók vel á móti mér í morgun en hún hefur ekki bara haft áhuga á tísku frá unga aldri heldur er hún einnig með B.A. próf í Fashion Marketing and Communication frá IED Barcelona. Hún hefur einnig lokið stílista námskeiði frá Reykjavík Fashion Academy.

IMG_9192.jpg

Margrét Lea aðstoðaði mig við að finna fallega liti og snið sem henta mér, en ég var aðallega að leita að smart vinnufötum sem eru jafnframt þægileg þar sem ég ferðast mikið vegna vinnu og þarf að eiga góðar flíkur sem endast vel og mér líður vel í.

5EC8A199-32E2-43B5-B98F-E9334D04152C 2.JPG

Ég er ótrúlega skotin í þessum fallega og létta blómakjól, en ég var líka í nýju uppáhalds leggings buxunum mínum frá Lindex sem eru háar í mittið, ótrúlega mjúkar og örlítið þykkari en venjulegar leggings svo þær eru mjög hlýjar í kuldanum.

 

Ég elska að vera í hnepptum kjólum sem er líka hægt að hafa opna eða nota sem skyrtu við buxur. Margrét Lea sýndi mér hvernig er hægt að nota sömu flíkurnar á mismunandi vegu og ég fékk margar góðar hugmyndir.

img_9214-1.jpg

Þar sem hátíðarnar eru framundan með tilheyrandi jólaboðum og viðburðum langaði mig líka í fallegan sparikjól og ég fann þennan æðislega svarta kjól í Lindex. Hann kostar litlar 4999 kr. og fæst í stærðum XS-XXL. Kjóllinn er alveg fullkominn að mínu mati, fallegur en mjög mjúkur og hátíðlegur.

IMG_9231

Þessi flotti pallíettu jakki passar vel við kjólinn en það er svo skemmtilegt að velja eitthvað glitrandi og fínt fyrir jólin.

IMG_9260 2

Ég mæli með stílistaráðgjöfinni í Lindex fyrir allar konur sem vilja persónulega þjónustu og eiga skemmtilega stund á meðan þær finna sér falleg föt. Þú getur pantað þér tíma í fría stílistaráðgjöf hjá Lindex með því að senda tölvupóst á personalshopper@lindex.is.

IMG_9218

Ég ætla svo í samstarfi við Lindex að gefa einni heppinni dömu 50.000 kr. gjafabréf í Lindex og tíma í stílistaráðgjöf. Til þess að taka þátt í leiknum finnur þú Bjargey & Co. á INSTAGRAM og skrifar undir myndina af mér sem merkt er GJAFALEIKUR.

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s