Þjóðhátíðartertan í ár!

IMG_4290 (4)

Gleðilega þjóðhátíð kæru lesendur!

Þessa tertu gerði ég fyrir afmæli dótturinnar fyrir stuttu og hún var alveg ótrúlega góð. Hugmyndin kom út frá uppáhalds bragðarefsblöndunni hennar, Oreo, jarðarber og Daim. Það er bara eitthvað svo ómótstæðilegt við þessa blöndu.

Hér er uppskriftin:

Marengsbotnar

6 eggjahvítur

300 gr. sykur

 Þeytið hvíturnar saman og bætið sykrinum rólega út í. Stífþeytið. Bakið við 140 gráður í 60 mín. Þetta er stór uppskrift svo hægt er að skipta marengsnum í þrennt ef þú vilt. Þessi er tvöföld en á stórum diski því hún komst ekki fyrir á venjulegum kökudisk.

Fylling

1 stór rjómi 

1 pakki Oreo kex

1 poki af Daim kurli

Þeytið rjómann og myljið 1 pakka af Oreo kexi. Ég elska að spara mér tíma svo ég skellti Oreo kexinu í blandarann og það tók nokkrar sek að verða hæfilega mulið. Blandið svo mulningnum og einum pakka af Daim kurli út í rjómann og setjið á milli botnanna.

IMG_4291 (2)

Skreyting

1 askja jarðaber

100 gr. suðusúkkulaði

 Oreo kex

1 poki Daim kurl

Bræðið suðusúkkulaðið við vægan hita. Setjið jarðaberin, mulin Oreo kex og daim kurl ofan á kökuna og hellið bráðnu suðusúkkulaði yfir.

IMG_4292 (3)

Og þá er ekkert annað eftir en að njóta!

Gleðilega þjóðhátíð og ÁFRAM ÍSLAND!

IMG_4288 (3)

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s