
Við Bryndís Inga fórum til Boston í byrjun apríl en ferðin var fermingargjöf til hennar frá okkur foreldrunum.
Í Boston áttum við mæðgur æðislegan tíma saman þar sem við versluðum, skoðuðum okkur um og versluðum meira….síðan borðuðum við mjög mikið af ostakökum…kannski aðeins of mikið af ostakökum….hahaha!
Boston er æðisleg borg, þetta var mín þriðja heimsókn þangað og ég verð alltaf hrifnari og hrifnari af henni. Það er bæði hægt að fara í fullt af búðum og versla en líka bara rölta um og skoða mannlífið.
Það var reyndar frekar kalt á meðan við vorum þar í byrjun apríl, en við íslensku valkyrjurnar létum ekki smá kulda á okkur fá!
Svæðið í kringum Quincy Market er mjög skemmtilegt, mikið líf og fjör, þar voru tónlistarmenn og töframenn að leika listir sínar úti á götu og margt fleira skemmtilegt að skoða þar.
Newbury Street er líka mjög skemmtileg og svo öðruvísi aðal verslunargata í stórborg…..
Við skelltum okkur á einn alvöru borgara á Newbury Street, fórum á Shake Shack og urðum ekki fyrir vonbrigðum, ótrúlega góðir hamborgarar og súkkulaðisjeikinn enn betri!
Við nutum þess í botn að skoða þessar fallegu byggingar og rölta um borgina.
Við skelltum okkur líka á California Pizza Kitchen
Mjög djúsí pizzur…
Og ekkert lítið sæt og skemmtileg stelpa sem var með mér!
Við fórum svo á æðislegt sjávardýrasafn – New England Aquarium
Ótrúleg upplifun!
Mjög margt að skoða….
Mæli klárlega með þessu safni ef þið eruð á leiðinni til Boston.
Við fórum svo ófáar ferðir á Cheesecake Factory…
En við urðum auðvitað að smakka nokkrar tegundir af þessum frægu ostakökum fyrst við vorum komnar á staðinn….
Svo tókum við líka með okkur sneið upp á hótel…..bara svona ef við yrðum skyndilega mjög svangar í ostaköku!
En við gistum á The Colonnade Hotel og það er bara beint á móti Cheesecake Factory…
Annars var maturinn á Cheesecake Factory mjög góður líka!
Þangað til næst elsku BOSTON!