
Nú er hin árlega Eurovision vika að hefjast og margir að undirbúa partý!
Ég ætla því að gefa ykkur uppskriftir af tvennskonar geggjuðum mexíkóskum Quesadillas og allskonar girnilegu meðlæti, Supernachos, Guacamole, Fersku Salsa og svalandi Mojito!
Byrjum á Spicy kjúklinga Quesadilla
Í uppskriftina þarftu:
- Kjúkling
- Tortillur
- Fajitas krydd
- Chilli pepper krydd
- Rjómaost
- Púrrulauk
- Cheddar ost
Steikið niðurskorinn kjúklinginn á pönnu og kryddið með fajitas og chilli pepper kryddi, magn eftir smekk. Smyrjið rjómaosti á tvær tortillur og setjið kjúklinginn ásamt niðurskornum púrrulauk og cheddar osti á milli. Setjið meiri cheddar ost á toppinn og bakið þær í ofni við 170 gr. þar til tortillurnar hafa hitnað í gegn og osturinn hefur brúnast. Skerið þær svo í passlegar sneiðar með pizzahníf þegar þær koma úr ofninum.
Það er hrikalega gott að dýfa Quesadillunum í Guacamole og hér er uppskrift af sjúklega góðu Guacamole sem slær alltaf í gegn!
- 2 stór þroskuð avócado
- 1 hvítlauksrif
- 1/2 rauðlaukur
- Skvetta af safa úr lime
- Smátt skorinn koríander
- Salt og pipar
Blandið öllu saman og maukið með töfrasprota!
Síðan er svakalega gott að hafa Súper Nachos með, en það er svakalega einfalt að útbúa. Setjið nachos flögur í eldfast mót, setjið eldaðan kjúking í bitum útá, niðurskorinn mexíkó ost, papriku, chedddar ost og örlítið chilli eða jalapenos – allt eftir smekk hvers og eins og hitið í ofn þar til osturinn er bráðinn.
Ferskt Salsa er nauðsynlegt með þessum sjúklega góðu Súper Nachos……
Uppskrift af fersku Salsa:
- 4 stórir tómatar
- 1/2 rauðlaukur
- steinselja
- kóríander
- safi úr lime
- sjávarsalt
Saxið tómatana, rauðlaukinn og kryddjurtirnar. Blandið saman og setjið örlítið sjávarsalt og skvettu af safa úr lime útá!
Síðan er ég með uppskrift af tjúlluðum
Nautahakks Mexíkó Ouesadillas:
Í uppskriftina þarftu:
- Tortillas
- Nautahakk
- Salsasósu
- Taco krydd
- Mexíkó ost
- Rauða papriku
- Rauðlauk
- Cheddar ost
Steikið hakkið á pönnu og kryddið með Taco kryddi. Hellið salsa sósu útá hakkið og setjið á tortillur. Setjið ostinn, paprikuna og rauðlaukinn með og lokið. Setjið Cheddar ost yfir og bakið í ofni við 170 gráður þar til osturinn er bráðinn.
Svalandi Mojito kemur öllum í sumarskap og hérna er mín uppáhalds uppskrift af einum ísköldum Mojito:
Svo er ekkert annað eftir en að njóta og syngja með Eurovision 2018!
Snapchat: bjargeyogco