Karamellu himnaríki

IMG_6313 (2)

Þegar eiginmaðurinn átti afmæli um daginn þá kom ekkert annað til greina en að gera einhverja góða afmælistertu fyrir hann.

Ég ákvað að búa til nýja uppskrift og vildi hafa karamellu í aðalhlutverki.

IMG_6315 (3)

Viltu uppskrift?

Hér kemur hún:

Botnar: Súkkulaði botnar úr þessari uppskrift hér:
Sú allra besta!

Krem:

150 gr.mjúkt smjör

500 gr. flórsykur

4 msk. rjómi

1 tsk vanilludropar

1 dl. karamella (sjá neðar)

Aðferð við kremið:

Þeytið smjörið í nokkrar mínútur þar til það er orðið loftkennt og létt. Bætið helming af flórsykri útí, setjið vanillidropana og rjómann útí og blandið saman. Setjið svo rest af flórsykri og þeytið vel saman í nokkrar mínútur. Kremið verður þykkt en það er allt í lagi því karamellan á eftir að koma líka og hún þynnir kremið aðeins.

IMG_6272 (3)

Karamella:

2 pokar af Freyju karamellum (þessar í grænu bréfunum)

Bræðið karamellurnar í potti á vægum hita með smá slettu af rjóma.

Þegar karamellan er orðin að þykkri sósu takið þið 1 dl. af henni og kælið þar til hún er nánast alveg köld en samt ennþá fljótandi. Hellið henni rólega útí og hrærið í kreminu á meðan, blandið bara létt saman, það er bara flott að það sjáist smá karamellurendur í kreminu.

IMG_6275 (2)

Þegar þið hafið smurt botnana með kremi setjið þið niðurskorið Twix á milli og setjið svo alla botnana saman.

IMG_6277 (2)

Smyrjið kremi yfir alla kökuna og skreytið svo með Twix, og Daim ef þið viljið. Hellið svo restinni af karamellunni yfir kökuna, passið bara að hún sé ekki of heit þegar þið hellið yfir annars bráðnar smjörkremið.

IMG_6279 (2)

Svo er ekkert annað eftir en að njóta og fara í smá ferðalag til karamellu himnaríkis.

Undirskrift Bjargey

IMG_6320 (2)

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s