Jólalegt í Glasgow

Glasgow hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér, en þangað hef ég margoft farið fyrir jólin til þess að versla jólagjafir og njóta aðventunnar. Borgin er fallega skreytt fyrir jólin og það er skemmtileg jólastemning í miðbænum.

IMG_9474

Við hjónin skelltum okkur í smá jólaferð til Glasgow í síðustu viku og áttum saman yndislegan tíma þar sem við nutum þess besta sem borgin hefur uppá að bjóða. Það var yndislegt að skreppa aðeins í smá frí og upplifa jólastemninguna.

IMG_9491

George Square er fallega skreytt í desember, en við vorum aðeins of snemma á ferðinni til þess sjá jólaskreytingarnar þar. Það kom ekki að sök því allt í kring um torgið eru húsin skreytt og upplýst af fallegum jólaljósum svo það er ævintýralegt að labba um strætin og komast í jólaskap.

Við prófuðum bæði nýja veitingastaði og fórum á okkar gömlu og góðu, en það eru svo margir góðir staðir í Glasgow að það er erfitt að velja í stuttri ferð!

IMG_9452

OX and FINCH er staður sem ég verð að mæla með, en að borða þar er algjör ævintýraferð fyrir bragðlaukana. Maturinn er himneskur og borin fram á skemmtilegan hátt. Það er svo sannarlega hægt að fara og njóta til hins ítrasta á OX and FINCH.

IMG_9563

Maturinn, drykkirnir, þjónustan og upplifunin – allt upp á 10!

Þessi dessert með kaffikremi var tjúllaður!

IMG_9588

Ég er strax farin að hlakka til að fara aftur á þennan geggjaða stað í næstu ferð til Glasgow!

IMG_9576

Já ég er alltaf byrjuð að plana næstu ferð…hahaha!

IMG_9471

Það tekur tíma og orku að kaupa jólagjafir, en mér finnst það ótrúlega skemmtilegt og þekki búðirnar svo vel í Glasgow að ég veit alveg hvert ég vill fara þegar ég er búin að ákveða hvað ég ætla að kaupa. Ég mæli mjög mikið með því ef þið eruð að fara í verslunarferðir erlendis að þið gerið lista yfir það sem þið ætlið að kaupa og skipuleggið ykkur vel því það er mjög auðvelt að gleyma sér í öllum búðunum – kaupa allskonar dót sem maður ætlaði alls ekkert að kaupa og gleyma svo því sem vantaði…..ég tala af reynslu. Já ég er konan sem hef komið heim frá Glasgow með fimm fullar ferðatöskur hahaha!

IMG_9426

Mest djúsí staður sem ég veit um í Glasgow er Pizza Express í miðbænum, hann er rétt hjá Debenhams og Primark og því tilvalið að setjast þar inn og fá sér eitthvað gott að borða og hvíla sig örlítið á búðunum. Það er alveg hörku púl að þramma búð úr búð og fylla poka og töskur – alveg nauðsynlegt að taka smá tíma til að njóta í leiðinni.

IMG_9418

Ég mæli með Dough Balls sem eru á myndinni hérna að ofan – þær eru dúnmjúkar með hvítlauksbragði og smjörið bráðnar á þeim sem fylgir með…guðdómlega góðar. Síðan er þetta Cannelloni það besta sem ég hef á ævinni smakkað, það er með heimagerðu pasta, ricotta osti og spínati, rjómaosti og mozzarella…getur ekki klikkað!

IMG_9528

Jólamarkaðurinn við hliðina á St. Enoch verslunarmiðstöðinni er mjög skemmtilegur en þar er hægt að smakka allskonar jólalegan mat í Street Food Style. Ristaðar hnetur, allskonar heitir réttir, pylsur, Pretzels, Churros, pönnukökur með Nutella, heitt súkkulaði, jólabjór og jólaglögg…

IMG_9410

Bestu súkkulaði Croissants sem ég veit um fást síðan á PRET A MANGER kaffihúsunum sem eru um alla Glasgow, en þar er líka gott heitt súkkulaði og kaffi og þægilegt að grípa með sér ef maður er á hraðferð. Samlokurnar þar eru einnig mjög góðar og þar fást allskonar chiagrautar og salöt, ég borða yfirleitt morgunmat á PRET A MANGER í mínum ferðum því ég er ekkert alltof hrifin af morgunverðarhlaðborðum á hótelum.

IMG_9411

Ég hef sagt ykkur áður frá ASK ITALIAN en hann er einn af mínum uppáhalds stöðum í Glasgow. Þar eru geggjaðar pizzur og fyrir jólin er skemmtilegur jólamatseðill með girnilegum réttum.

IMG_2534

Jólapizzan hjá þeim er æði!

IMG_9377

Eftirréttirnir eru heldur ekkert af verri endanum…

IMG_2544

Við fórum svo aftur á Topolabamba sem er æðislegur mexíkóskur staður.

IMG_9399

Virkilega kósý staður en stemningin er mjög suðræn og hressandi, salsa tónlist og hressir barþjónar.

IMG_9384

Maturinn á Topolabamba er æði! Sjúklega góður en farið varlega…hann getur verið mjög spicy!

Ég skrifaði færslu um Glasgow í vor sem hægt er að skoða hér ef þið eruð að leita að hugmyndum að veitingastöðum og skemmtilegum söfnum og görðum til að skoða í borginni. Það væri hægt að skrifa margar blaðsíður um þessa frábæru borg!

IMG_9531

Mér fannst æði að fara þangað í vor og upplifa borgina á allt annan hátt en fyrir jólin, en aðventan er lang skemmtilegasti tíminn þar að mínu mati, þeim tekst að skapa ótrúlega hátíðlega stemningu og það er mjög gaman að kíkja í búðir í Glasgow þegar allt er fullt af fallegri jólavöru.

IMG_9521

Jólaljósin og skreytingarnar….svo fallegar!

Ég er allavega komin í jólaskap eftir þessa frábæru ferð og byrjuð að undirbúa skreytingar heima. Nú mega jólin koma…

IMG_9484.jpg

 

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s