Þvílíkt sumar!

IMG_6160 (2)

Ég hugsa að ég tali fyrir alla landsmenn sem búa á Suðurlandi, en þvílíkt sumar! Og já þá á ég við veðrið, það er búið að vera alveg frábært. Við þurftum svo á þessu að halda eftir nokkur köld og blaut sumur síðustu ár.

IMG_6112 (2)

Við fjölskyldan fórum nokkrum sinnum í dagsferð á Langasand á Akranesi í sumar, það var mjög mismunandi veður í öll skiptin en alltaf jafn gaman. Krakkarnir elska þennan stað, í rigningu er hægt að fara í góða fjöruferð og finna skeljar og krabba en á sólardögum er dásamlegt að busla í sjónum og sóla sig.

IMG_6149 (2)

Sjáið sjóinn og himininn! Dásemdin ein.

IMG_6119 (2)

Myndirnar sem ég er að deila með ykkur núna tókum við á góðum degi í lok júlí, en það var eins og við hefðum skroppið í dagsferð til Spánar! Veðrið var svo gott og þessi dagur var yndislegur með fjölskyldunni.

IMG_6152 (2)

IMG_6149 (2)

Krakkarnir nutu sín í botn, enda ekki annað hægt!

IMG_6136 (2)

IMG_6140 (2)

Þið sem hafið lesið bloggið frá upphafi eruð líklega farin að þekkja mig aðeins, og það er ekki flókið að sjá að ég er mikill aðdáandi sólar og hita. Ég get eiginlega ekki lýst því með orðum hversu þakklát ég hef verið fyrir þetta góða veður. Mikið svakalega væri það gott að fá annað svona sumar eftir veturinn! Getum við ekki bara sett það á óskalistann fyrir 2017?

IMG_6190

Dóttir mín er alveg jafn mikill sólardýrkandi og ég! Hún lætur fara vel um sig í sandinum. Og á leiðinni heim sagði hún “mamma ég veit að ég hef sagt þetta áður en þetta var besti dagur lífs míns” og þar hafið þið það!

Með sól í hjarta eftir dásamlegt sumar

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s