Litríkt og hollt nesti

img_9489_fotor

Það getur verið erfitt að finna hugmyndir að hollu nesti en í samstarfi við Lífskornabrauð Myllunnar ætla ég að deila með ykkur nokkrum góðum hugmyndum sem eru bæði næringarríkar og bragðgóðar.

Það er þægilegt að setja ávaxtaþeyting í krukku eða flösku og taka með í nesti en hérna er hugmynd að nestispakka sem gefur góða orku.

  • Lífskornabolla með tröllahöfrum og chiafræjum, ostur, skinka, kál og egg
  • Hindberjaþeytingur
  • Kiwi

img_9529_fotor

Hindberja þeytingur:

1/2 banani
1 dl. hindber
1 dl. grísk jógúrt
1/2 grænt epli

Eitt af því sem ég er með æði fyrir þessa dagana er geggjað túnfisksalat með grænum eplum og rauðlauk. Það er svakalega gott með Lífskornabrauðinu frá Myllunni, bollunum og 7 korna brauðinu. Hérna er uppskriftin og ég mæli með því að þið prófið!

img_9503_fotor

Túnfisksalat með grænum eplum og rauðlauk

  • 1 dós túnfiskur
  • 2 egg
  • 3 msk 18% sýrður rjómi
  • 1 grænt epli
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1/2 tsk dijon sinnep
  • nokkrir dropar af safa úr lime
  • smá salt og pipar

img_9513_fotor

Túnfisksalatið er svo ótrúlega ferskt og bragðgott, en eftir að ég fór að setja græn epli í túnfisksalat verður örugglega ekki aftur snúið!

Aðferðin er einföld: Sjóðið egg og kælið. Skerið epli í hæfilega bita og saxið rauðlaukinn. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og kryddið með salti og pipar eftir smekk.

img_9509_fotor
Lífskornabolla með túnfisksalati og eplum er bragðgott og hollt nesti

Hægt er að velja um fimm mismunandi tegundir af Lífskornabrauðum frá Myllunni. Lífskornabrauðið í rauðu umbúðunum er heilkornabrauð með lágu hlutfalli fitu, sykurs og salt en brauðið er fullt af næringarríkum trefjum. Lífskornabrauðið í grænu umbúðunum inniheldur sólblómafræ og hörfræ en Lífskornabrauðið í appelsínugulu umbúðunum er ríkt af heilkorni, chia-fræjum og tröllahöfrum. Lífskornabrauðið í fjólubláu umbúðunum er gert úr íslensku byggi frá Þorvaldseyri.

img_9498_fotor
Samloka með Lífskornabrauði, áleggi og grænmeti er trefjarík og bragðgóð

Fjölbreytt matarræði skiptir mig miklu máli og ég vil að krakkarnir mínir séu duglegir að prófa eitthvað nýtt og bragðgott. Þau taka nesti í skólann og það þarf að gefa þeim góða orku fyrir daginn í skólanum og tómstundum. Svo er um að gera að leyfa þeim að prófa sig áfram í að búa til sitt eigið nesti því þau eru oft með frábærar hugmyndir.

Undirskrift Bjargey

Leave a comment