Dúnmjúkar sængur og himneskir koddar

IMG_7655_Fotor
Samstarf við Lín Design

Það er fátt betra í þessum vetrarkulda en að skríða undir hlýja og mjúka sæng. Við gáfum okkur nýjar dúnsængur og dúnkodda í jólagjöf í fyrra, en þar sem við fórum til Flórída um jólin byrjuðum við ekki að nota nýju sængurnar fyrr en í janúar þegar við komum heim úr ferðalaginu og ég get ekki lýst því hvað það var geggjað að hafa svona hlýja og góða sæng sem beið okkar þegar við komum heim til Íslands í kuldann úr hitanum í Flórída.

img_9550_fotor

Sængurnar sem við völdum eru frá Lín Design en þær eru fylltar með 600g. af 100% hvítum andadún og án allra gerviefna. Utan um dúnsængurnar er 100% þéttofin bómull sem mýkist og andar vel.

Eitt af því sem við féllum fyrir þegar við vorum að velja nýjar sængur og skoða úrvalið í Lín Design er hvað þær eru léttar en í dúnsænginni er ekkert fiður. Stundum er sagt að þyngdin sé í fiðrinu en einangrunin sé í dúninum. Þessar dúnsængur henta því vel þeim sem vilja sofa með náttúruleg efni, dún og bómull, en vilja ekki að dúnsængin verði of heit. Með því að nota eingöngu náttúruleg efni þá verður svefninn betri, maður svitnar minna og mýktin færir betri líðan.

IMG_9575_Fotor.jpg

Dúnkoddarnir eru vistvænir og fylltir með 500g. af hvítum andadúni. Ég get með sanni sagt að það er himneskt að sofa með þessa kodda. Ég hef aldrei getað sofið með dúnkodda því þeir sem ég hef keypt hingað til stinga svo, en þar sem ekkert fiður er notað í dúnkoddana frá Lín Design, eingöngu 100% andadúnn eru þeir dúnmjúkir og stinga ekkert. Fyllingin er þétt og styður vel við höfuðið og hálsinn.

IMG_4013_Fotor
Þessi gullfallegu rúmföt frá Lín Design heita Rómantík og eru með hvítri bróderingu

Rúmfötin eru að sjálfsögðu líka frá Lín Design en þegar maður hefur prófað þau einu sinni er ekkert aftur snúið! Þessi á myndinni heita Rómantík og ég hef sofið með þau á hverri nóttu síðan síðasta sumar og þau mýkjast bara með hverjum þvotti en haldast mjög falleg svo ég get með sanni sagt að þau endast virkilega vel.

IMG_4062
Fagurbláa rúmteppið og koddarnir eru líka frá Lín Design

Við erum mjög ánægð með svefnherbergið núna, það er svo hlýlegt og kósý en liturinn á veggjunum heitir Blágrýti og er frá Slippfélaginu.

Við erum alveg í skýjunum með dúnsængurnar og dúnkoddana frá Lín Design eins og allt annað sem við eigum frá þeim, en ég myndi ekki gefa þeim mín bestu meðmæli nema að vera 100% ánægð. Ég er virkilega vandlát þegar kemur að því að velja sængur og sængurföt en við höfum verið ótrúlega ánægð með allt frá Lín Design enda hágæða vörur sem standast allar okkar kröfur.

img_9574_fotor

Undirskrift Bjargey

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s