Hamingjubók og yndislega mjúk náttföt

Yndislega mjúku og fallegu náttfötin og slopparnir frá Lín Design hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér lengi.

Ég ákvað því að fara í samstarf með Lín Design fyrir jólin, en okkur langaði að setja saman hugmyndir að fallegum jólagjöfum fyrir dömur sem eru sannkallaðir dekurpakkar.

IMG_8292 3

Hamingjubók er dagbók sem þú getur notað til þess að finna út hvað eykur vellíðan þína og hamingju. Bókin nýtist öllum sem vilja hugsa vel um líkama og sál. Með því að skrifa í bókina getur þú fundið út hvar styrkleikar þínir liggja, hverjir draumar þínir eru og hvert þú stefnir í lífinu.

131C8AB1-62AB-4D21-82F3-910E3FA0EF77

Mér finnst yndislegt að fá mjúka og kósý pakka og því fannst mér það góð hugmynd að setja saman falleg náttföt og Hamingjubók, en svo getur hver og einn valið það sem hentar best og skoðað úrvalið hjá Lín Design.

IMG_9328

Fallega hlýja ullarteppið sem er undir náttfötunum á myndinni fæst einnig í Lín Design og passar svo vel með náttfötunum. Það heitir Sjöfn og fæst í tveimur stærðum.

Mjúku kósý fötin heita Drífa og fást í bleiku og svörtu. Þau eru úr Modal efni sem er náttúrulegt, mjúkt og umhverfisvænt unnið úr trjákvoðu birkitrjáa. Modal gefur góða öndun og dregur ekki í sig lykt eða svita. Það er einnig hægt að fá sloppa úr sama efni í stíl en þeir eru silkimjúkir og falla vel að líkamanum.

IMG_9336

Einnig finnst mér þessi sætu náttföt með svefnprenti passa vel saman með Hamingjubók í jólapakkann til dæmis fyrir yngri dömur. Hlýrabolur og stuttbuxur fyrir þær sem vilja létt og mjúk náttföt.

IMG_9337

Hamingjubók fæst bæði í vefverslun Bjargey & Co. og hjá Lín Design þar sem þú finnur falleg og kósý náttföt í jólapakkann fyrir dömur á öllum aldri.

Undirskrift Bjargey

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s