Lúxus SPA ferðin til Litháen – draumur sem varð að veruleika!

IMG_6497

Ég er nýkomin heim úr mögnuðu ferðalagi þar sem ég fór sem fararstjóri á vegum Gaman Ferða með 25 konur í Lúxus SPA ferð til Litháen. Ég er bara rétt að ná áttum og lenda á jörðinni eftir að hafa skroppið aðeins til himnaríkis!

Í ferðinni nutum við þess að gera vel við okkur á æðislegu SPA hóteli, ég var með námskeiðið mitt, Besta útgáfan af sjálfri þér sem er skemmtilegt sjálfstyrkingarnámskeið og við áttum saman yndislegan tíma í algjörri afslöppun og dekri.

IMG_6522

Ef það er ekki draumastarfið að vera á slopp á leiðinni í SPA þá hugsa ég að það sé ekki til!

Í heila viku nutum við þess að slaka á í heilsulindinni á hótelinu okkar Spa Vilnius og fórum í mismunandi nudd og snyrtimeðferðir á hverjum degi.

43317197_10156798648292372_7787982322875236352_o_Fotor

Hægt var að velja um margskonar meðferðir, ég prófaði Indverskt heilnudd, ilmolíunudd, detox nudd, höfuðnudd, thaílenskt fótanudd, klassískt nudd og það var hvert öðru betra og skemmtileg upplifun.

IMG_6392_Fotor

Það var himneskt að fara í fótabað og slakandi fótanudd eftir flugferðina út…það væri virkilega fínt ef öll ferðalög myndu byrja svona.

IMG_6370_Fotor

Í heilsulindinni voru allskonar mismundandi meðferðarherbergi og ég féll algjörlega fyrir þessu sem var allt innréttað með indversku þema, svo ótrúlega flott og dásamlegt að vera í dekri þarna.

IMG_6468_Fotor

Mörg herbergin voru með tveimur nuddbekkjum þannig að pör eða vinkonur geta farið saman í nudd.

IMG_6464_Fotor

Við vorum umvafðar fallegri náttúru en bærinn sem við dvöldum í heitir Druskininkai og er í 2 tíma akstursfjarlægð frá Vilnius sem er höfuðborg Litháen.

IMG_6561

Þetta var eins og að ganga um í einu stóru listaverki….

IMG_6717

Fullkominn staður fyrir frí þar sem tilgangurinn er að hvíla sig og næra líkama og sál.

IMG_6572

Ég er svo mikið náttúrubarn og elska að vera innan um svona falleg tré, orkan frá þeim er algjörlega mögnuð. Ég fór nokkrum sinnum út í skóg til að hugleiða og bara taka inn þessa stórkostlegu orku.

IMG_6519

Algjörlega magnað að sjá þessu stóru tré breiða úr sér og umvefja mann eins og blóm í eggi…

IMG_6556

Bærinn sem við dvöldum í er alveg dásamlegur, svo rólegt yfir öllu en margt skemmtilegt að skoða.

IMG_6644

Ég féll alveg fyrir þessum fallega bæ, en eins og sést á myndunum var það alls ekkert erfitt.

IMG_6588

Haustið var í fullum skrúða en ég fann samt sem áður þessar fallegu rósir í almenningsgarði, ótrúlega fallegar!

IMG_6547

Það var einn æðislegur ítalskur veitingastaður við hliðina á hótelinu okkar sem hét Sicilia, en við fórum nokkrum sinnum þangað en þar var hægt að fá allskonar rétti og njóta þess að eiga notalega stund saman í góðra vinkvenna hópi.

IMG_6650

Pizzurnar voru geggjaðar!

IMG_6431

Eftir gönguferð í þessu fallega umhverfi og ferð út að borða var fullkomið að fara í heita pottinn á hótelinu og í gufubað…láta þreytuna líða úr sér!

IMG_6382

Og í heilsulindinni var sko hægt að slaka á! Eftir nudd og dekur var hægt að hvíla sig í fallegu umhverfi í friði og ró.

IMG_6475

Og leggja sig…

IMG_6480

Kosturinn við það að fara í svona alvöru SPA ferð er að maður hefur svo líka hótelherbergi til þess að hvíla sig eftir nuddmeðferðirnar, það finnst mér vera algjör snilld, njóta þess að slaka vel á og njóta hvíldarinnar.

IMG_6661

Herbergið sem ég var í var stúdíó íbúð með sófa og rúmgóðu baðherbergi. Virkilega huggulegt og gott að vera þar. Ég get alveg hiklaust mælt með þessu hóteli.

IMG_6651

Ég á erfitt með að velja myndirnar í þessa færslu því ég er með svo margar flottar, en eins og þið sjáið er þetta eins og í ævintýri!

IMG_6423

Þvílík litadýrð!

IMG_6422

Haustið er náttúrulega bara fallegt þarna.

IMG_6424

Og þessi lauf….

IMG_6421

Ég er svo þakklát fyrir allar dásamlegu konurnar sem komu með í ferðina og voru á námskeiðinu hjá mér. Þvílík forréttindi að fá að deila minni reynslu með öðrum og fara með svona flottar konur í SPA ferðir!

IMG_6512

Það var mikið hlegið, grátið og allt þar á milli. Það er nefninlega alveg magnað ferðalag að líta inn á við, finna hvað við erum að upplifa og láta okkur dreyma.

Gaman að fá að deila með ykkur umsögn um ferðina sem ég fékk senda frá Jónu Dögg:

Þessi ferð var algjör draumur frá byrjun til enda. Hótelið var frábært, góð aðstaða í spa-inu og ótrúlega margar meðferðir sem hægt var að velja um. Slökunarsvæðið eftir meðferðarnar var líka algjört æði þar sem maður gat drukkið te og kíkt í bók eða litað í “mindfullness” litabækur, eða einfaldlega notið útsýnisins. Bjargey var yndislegur fararstjóri og var námskeiðið hennar “Besta útgáfan af sjálfri þér” einstaklega áhugavert og styrkjandi. Virkilega góð áminning um að maður getur allt sem maður ætlar sér. Maður kemur síðan heim full af nýrri orku, jákvæðni og úthvíld!
Ég mæli alveg hiklaust með þessari ferð.”

Og frá Herdísi Jónsdóttur:

Eftir að hafa leitað í tæpt ár að sjálfstyrkingarnámskeiði sem ég treysti mér á, sá ég þessa ferð auglýsta. Þarna var námskeiðið komið sem minn hugur stóð til. Að geta sameinað það að styrkja sálina og láta dekra við sig, hvað gat verið betra? Og það stóð heima 🙂 Spaið var hreinasta paradís og námskeiðið stóð svo sannarlega undir væntingum. Er strax farin að öfunda þær sem verða svo heppnar að fara með í næstu ferðir. Takk kærlega fyrir mig 💖

IMG_6490_Fotor

Ég þakka Jónu Dögg og Herdísi fyrir falleg orð en ég er alveg óendanlega þakklát fyrir þessa dásamlegu ferð og allar konurnar sem ég kynntist og átti góðar stundir með.

Nú er bara að láta sig hlakka til næstu ferðar en ég fer með annan hóp eftir rúma viku til Tenerife þar sem við ætlum að njóta þess að slaka á í sólinni og skemmta okkur saman.

IMG_6692

Undirskrift Bjargey

 

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s