Besta útgáfan af sjálfri þér – dásamlegt ferðalag!

IMG_6839

Ég svíf ennþá um á bleiku skýji eftir að hafa farið með 18 konur í Dekur og draumaferð til Tenerife á vegum Gaman Ferða, en í heila viku nutum við lífsins í sólinni, gerðum vel við okkur í mat og drykk, hugleiddum á ströndinni og áttum saman ógleymanlegar stundir en það má með sanni segja að við höfum notið lífsins eins og best verður á kosið.

Ég get ekki einu sinni talið upp öll skiptin sem ég grét úr hlátri! Þessi hópur var einn sá dásamlegasti hópur kvenna sem ég hef á ævinni kynnst og þvílík gleði og hamingja í einni ferð!

IMG_6993

Ég var með námskeiðið mitt Besta útgáfan af sjálfri þér og við hugleiddum saman á ströndinni í ferðinni. Við vorum allar sammála um það að þetta væri magnaður staður til að hugleiða á, að sitja í mjúkum sandinum, horfa út á hafið og finna hvernig sólin hitaði upp líkamann.

IMG_7183_Fotor

Það eru einhverjir töfrar sem gerast þegar maður hugleiðir úti í náttúrunni!

IMG_7007_Fotor

Það eru mikil forréttindi fyrir mig að fá það tækifæri að halda námskeiðið mitt og deila minni reynslu en ég fékk þessa fallegu umsögn senda um námskeiðið eftir ferðina og fékk leyfi til að deila henni með ykkur hér.

Ég fór til Tenerife 23. okt – 30. okt 2018, með Gaman ferðum. Þar hitti ég hóp yndislegra kvenna á öllum aldri, sem komnar voru í sama tilgangi og ég, að lifa og njóta. Óhætt er að segja að “Dekur og Draumaferð” var rétt heiti á þessari ferð. Bjargey fararstjóri hélt námskeiðið sitt “Besta útgáfan af sjálfri þér” og það var virkilega uppbyggjandi og lærdómsríkt námskeið. Ég sjálf rakst á “vegg” í byrjun árs og er í kjölfarið greind m.a. með örmögnun… já örmagna í lífinu 42 ára gömul.

Ég ákvað að eftir mikla sjálfsvinnu á þessu ári að láta þessa ferð og námskeið vera lið í því að bjarga mér og sé svo sannarlega ekki eftir því. Bjargey segir einlæglega frá sínum verkefnum í lífinu og hvernig henni hefur tekist að vinna sig út úr þeim og deildi með hópnum sinni reynslu. Hún er hvetjandi fyrirlesari sem svo sannarlega hefur borið ábyrgð á eigin líðan. Vinnubókin hennar sem fylgir námskeiðinu er hnitmiðuð að því sem skiptir máli að maður horfist í augu við hjá sjálfum sér. Ég hafði of lengi horft í það sem mér fannst vera neikvætt í mínu lífi en allt í einu var ég farin að spá í hverju ég gæti verið hreykin af á lífsleiðinni og hvað mig dreymdi um í framtíðinni. Ég get því með sanni sagt að þessar ferðir sem Bjargey og Gaman Ferðir eru að bjóða upp á eru næring fyrir líkama og sál og ein af mínum bestu fjárfestingum.

Aðalbjörg G. Árnadóttir Þroskaþjálfi og
ráðgjafi hjá Aflinu.

IMG_7185_Fotor

Hótelið okkar H10 Costa Adeje Palace var frábært og vel staðsett, en við vorum bara 5 mínútur að ganga niður að strönd sem kom sér vel þegar við fórum þangað að hugleiða.

IMG_7190

Garðurinn á hótelinu var líka einstaklega fallegur og þar var allt til alls til þess að geta slakað á í sólinni.

IMG_7074_Fotor.jpg

Við skvísurnar í ferðinni vorum samt sem áður ekki bara á námskeiði og í hugleiðslu, við skemmtum okkur líka vel saman og fórum út að borða eitt kvöldið á stað sem heitir La Terrazza del Mare og er á Costa Adeje ströndinni á Tenerife.

IMG_7141

Ég get klárlega mælt með þessum stað ef þið eruð á leið til Tenerife, góður matur og skemmtileg stemning. Það var lifandi tónlist og hægt að fá allskonar skemmtilega kokteila við allra hæfi. Þetta var alveg yndislegt kvöld hjá okkur.

IMG_7172

Það var líka virkilega gaman fyrir mig að mamma og pabbi voru á Tenerife með vinafólki sínu á sama tíma og ég var með ferðina, en þau gistu á Green Garden Resort þar sem ég var með fjölskylduna í sumar.

IMG_6977

Ég fór með þeim út að borða á skemmtilegan stað nálægt hótelinu mínu en hann heitir La Torre del Mirador og er virkilega fallegur og góður veitingastaður með útsýni út á hafið.

IMG_7153_Fotor

Maturinn var æði og drykkirnir mjög ljúffengir!

IMG_7145_Fotor

Ég ætla að leyfa Hildi Halldórsdóttur sem kom með í ferðina með mömmu sinni að eiga lokaorðin;

Fór með mömmu minni í ógleymanlega dekur og draumaferð til Tenerife.
Þetta var alveg dásamleg ferð í alla staði og ferðin stóð algjörlega undir nafni.
Bjargey er yndisleg og hélt mjög vel utan um allt saman – allt alveg til fyrirmyndar.
Myndi mæla með svona ferð fyrir allar konur. Námskeiðið er frábært sem Bjargey var með og dásamlegt að fara í hugleiðslu á ströndinni, sem ég hef ekki prófað áður.
Topp félagsskapur með frábærum konum í endurnærandi ferð fyrir sál og líkama 🙂
Takk fyrir okkur!

Hildur Halldórsdóttir

IMG_6936_Fotor

Það með sanni segja að þessi ferð hafi verið dekur og draumaferð í alla staði og ég mun lifa lengi á minningum um þessa dásamlegu ferð.

Ég vil nota tækifærið og þakka öllum yndislegu konunum sem komu með í ferðina fyrir samveruna og þennan frábæra tíma sem við áttum saman á Tenerife.

IMG_7142

 

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s