Gull og glamúr fyrir jólin

IMG_6023 (2)

Það er aldrei of mikið af gulli og glamúr fyrir jólin. Meira að segja ég sem vel frekar mínimalískar skreytingar get alveg misst mig aðeins í gylltu og glitrandi skrauti á þessum árstíma. Það glitrar svo fallega á pallíettur og glimmer í skammdeginu þegar jólaljósin fara að lýsa upp heimilið.

IMG_6011 (2)
Þessi fallegu hreindýr fást í Majubúð

Hugmyndin að þessari borðskreytingu er að leyfa þessu gyllta að njóta sín í látlausu umhverfi, en ég vil ekki nota of mikið af skrauti.

IMG_6076 (2)

Kerti í ýmsum stærðum og gerðum og ljósasería lýsa upp borðið.

IMG_6024 (2)
Matarstellið heitir Cult design og fæst í Majubúð

Ég hef mjög gaman að því að skreyta borð en það gerir upplifunina svo skemmtilega. Það verður samt að vera pláss fyrir matinn líka svo ég gerði ráð fyrir honum þegar ég skreytti borðið.

IMG_6029 (2)
Gyllti pallíettu löberinn og kúlugreinarnar eru úr Pier.

IMG_6052 (2)

Ég vildi hafa tauservíettur en fann hvergi þær sem ég leitaði að svo ég endaði á því að klippa niður fallegt viskastykki og búa til mínar eigin.

IMG_6001

Kúlugreinarnar fékk ég í Pier og klippti niður í passlega stærð á servíetturnar.

IMG_6038 (2)

Svo dásamlega fallegar…

IMG_6062 (2)

Og hérna er borðið í allri sinni dýrð!

IMG_6024 (2)

Og fleiri myndir af dýrðinni…

IMG_6082 (2)

Ég leyfði borðinu að njóta sín en að það væri líka fallegt og hátíðlegt að hafa hvítan dúk undir gyllta löbernum.

IMG_6076 (2)

Smá jólauppfærsla á borðstofunni….

IMG_6073 (2)

Takk fyrir að kíkja í heimsókn og verið hjartanlega velkomin aftur!

IMG_5998 (2)

Undirskrift Bjargey

IMG_6054 (2)

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s