Humar um jólin

humar2 (3)

Ég ætla að deila með ykkur uppskrift að mínum allra uppáhalds rétti.

Ég elska humar! Það er ekkert flóknara en það. En það er líka gaman að eiga svona allra uppáhalds mat því þá er hann spari og ég geri þennan rétt bara á jólunum og við mjög hátíðleg tilefni.

hum3 (3)

Humar í hvítvíns og eplasósu

Uppskrift:

  • 1 kg stór humar
  • klettasalat
  • 3 hvítlauksgeirar
  • íslenskt smjör

Sósan:

  • 3 epli
  • 1 dl. hvítvín
  • 2 dl. rjómi
  • 1 1/2 tsk. dijon sinnep
  • 2 msk fljótandi humarkraftur
  • salt og pipar eftir smekk

En hefjumst handa og fyrst er að byrja á sósunni. Ég nota stóra pönnu og byrja á því að setja eplin í bitum á miðlungs hita með klípu af íslensku smjöri. Set svo hvítvínið útá og leyfi þessu að malla þar til eplin hafa brúnast aðeins og eru orðin frekar mjúk.

IMG_2101

Þá bæti ég rjómanum, dijon sinnepi og humarkraftinum saman við og leyfi sósunni að krauma þar til hún verður þykk og djúsí:

IMG_2105

Því næst er að hella sósunni í skál og mauka hana með töfrasprota þannig að hún verði silkimjúk. Geyma hana svo í skálinni og setja vel af íslensku smjöri og 3 smátt skorna hvítlauksgeira útá pönnuna og hækka hitann. Takið humarinn úr skelinni og setjið á vel heita pönnuna. Steikið í stutta stund þar til hann er fulleldaður.

IMG_2108

Næst er að setja sósuna aftur út á pönnuna og smakka til, getið sett salt og pipar eða bætt við rjóma ef þarf, allt eftir ykkar smekk.

IMG_2111

Og þá er ekkert annað eftir en að njóta. Ég get lofað ykkur því að þið verðið ekki svikin af þessum rétti, hann er himneskur þó ég segi sjálf frá!

Jólahumarinn í ár!

IMG_2116 (2)

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s