Fallegar og dúnmjúkar sængurgjafir

Hjá Lín Design fást yndislega falleg sængurföt fyrir þau minnstu, dúnsængur og koddar, fallegur ungbarnafatnaður og fylgihlutir.

IMG_5368
Samstarf

Það er alltaf svo yndislegt að fá tækifæri til að gefa sængur- eða skírnargjöf og oftar en ekki legg ég leið mína í Lín Design til þess að finna fallega og dúnmjúka sængurgjöf.

IMG_5371

Huggi ungbarnalínan er svo krúttleg en hún sækir innblástur í þá hugmynd að telja kindur og sofna vært. Hrúturinn Huggi sem er hannaður úr mjúkri bómull passar börnin með stóru hornunum sínum, huggar þau og faðmar.  Huggi kemur í lítilli fatalínu, auk sængurvers, baðslopps og fleiri fylgihluta eins og Huggapúða sem segir faðmaðu mig!

IMG_5395

Ungbarnafötin eru úr 100% bómull sem tryggir mýkt og gæði fyrir þau yngstu. Það sem ég elska við ungbarnafötin frá Lín Design er hvað þau eru með mjúkri teygju í mittið svo þau þrengja alls ekki að og síðan eru þau falleg og með góðu sniði.

IMG_5411

Handklæðin og slopparnir eru líka svo dásamleg gjöf, en úrvalið er mikið af mjúkum og notalegum sloppum sem gott er að fara í beint eftir bað.

IMG_5408

Ungbarna rúmföt frá Lín Design eru klassísk gjöf sem ég elska að gefa í sængur- og skírnargjafir en mér finnst líka svo gaman að gefa gjöf með fallegum íslenskum orðum.

IMG_5353

Úrvalið er mikið og allskonar mynstur til sem vísa í íslenska náttúru með fallegum blómum og trjám sem mér finnst svo umvefjandi og falleg fyrir þau allra yngstu.

IMG_5356

Í Lín Design fæst líka úrval fylgihluta, ungbarnahreiður, rimlahlífar, lök, smekkir, teppi og púðar.

Gjafirnar frá Lín Design koma líka alltaf að góðum notum og ég veit að þar fæ ég gæðavöru á sanngjörnu verði. Hvert sem tilefnið er það er alltaf hægt að finna mjúka og fallega gjöf í Lín Desgin og hægt að panta og fá sent með Póstinum á heimasíðunni:

 LÍN DESIGN

IMG_5362

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s