Baðherbergið mitt

IMG_4039

Baðið er minn griðarstaður. Ég elska að leggjast í heitt bað á kvöldin og finna þreytuna líða úr líkamanum. Kertaljós og ljúfir tónar….getur ekki orðið betra.

Meraki sápurnar keypti ég í Kaupmannahöfn í vor ásamt fallega DAY ilmkertinu. Sápurnar koma ekki bara í guðdómlega fallegum umbúðum heldur ilma þær líka dásamlega.

IMG_4040

Þegar við fluttum í húsið okkar tókum við baðherbergið í gegn, en við vildum ekki hafa það of módern ef svo má að orði komast. Baðherbergið er undir súð og að hluta til klætt með panel svo við ákváðum að halda í þetta gamaldags útlit en auðvitað gera það að okkar. Við vildum til dæmis alls ekki flísaleggja allt í hólf og gólf og létum það nægja að flísaleggja gólfið og í kringum baðkarið.

IMG_4041

Baðkarið sjálft er frístandandi og með svona gamaldags lúkki og ég elska það! Baðkarið er úr Bauhaus en blöndunartækin úr Byko.

IMG_4042

Mér finnst mjög fallegt að blanda saman gömlu og nýju og einnig að hafa einhvern við með þessu svarta og hvíta, það gefur svo mikinn hlýleika. Ég fékk bambus stigann úr Ilva og bambus kollinn úr Rúmfatalagernum.

IMG_4040

Það skiptir mig miklu máli að geta slakað á í baði án þess að hafa fullt af dóti í kring sem myndi trufla mig. Þess vegna fá baðleikföng barnanna og allskonar litaðir sjampóbrúsar að vera inni í skáp dagsdaglega og er tekið fram eftir þörfum.

Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna á baðherberginu, látlaust en samt með hlýleika. Bara svo notalegt. Alveg eins og ég vil hafa það.

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s