Haustið, fallega haustið

Ég var svo lánsöm að vera boðin á haustfagnað Bestseller þar sem nýjustu vörurnar þeirra voru kynntar. Þar fékk ég þessa fallegu peysu frá VILA að gjöf.

IMG_2938

Ég elska fötin frá VILA og kjóllinn sem ég er í undir peysunni er einnig frá VILA, en ég keypti hann í sumar þar ásamt sólgleraugunum.

IMG_2937

Ég ætlaði að vera löngu búin að sýna ykkur þessa fallegu peysu hérna á blogginu, en það hefur bara ekki gefist tími fyrr en nú. Ég sá samt að hún var ennþá til fyrr í mánuðinum þegar ég fór í búðina þeirra í Smáralind. Ef hún er ekki til eru fleiri dásamlegar peysur hjá þeim, ég get lofað ykkur því.

IMG_2902 (2)

Þegar þessar myndir voru teknar í ágúst voru laufin í garðinum mínum ennþá græn, en nú er eitthvað lítið eftir af þeim. En þau lauf sem eftir eru gleðja mig á hverjum degi með litadýrðinni. Haustið er svo yndislegur tími.

IMG_2939

Þar sem minn allra besti átti afmæli þennan sama dag bauð ég honum uppá dýrindis köku frá Sætum Syndum, Bounty tertu sem ég keypti sjálf en mér finnst snilld að geta keypt tilbúnar afmælistertur þegar maður hefur ekki tíma til að skella í köku sjálfur. Þessi terta var virkilega góð frá þeim.

IMG_2965

Síðan fórum við út að borða á Jamie´s Italian á Hótel Borg þar sem við áttum yndislega kvöldstund saman. Maturinn var geggjaður. Ég læt myndirnar tala!

IMG_2949 (2)

Snilldar pizzaIMG_2761

Sjúklega góður anti pasti platti…

IMG_2947 (2)

Og fallegi afmælis eiginmaður minn. Það sem ég elska hann mikið!

IMG_2945 (2)

Við smökkuðum líka pastað, það var mjög gott.

IMG_2950

Og svo gat ég ekki annað en pantað mér uppáhalds eftirréttinn minn á Jamie´s en hann hef ég áður smakkað á staðnum þeirra í Glasgow.

Súkkulaðikaka með karamellupoppi, snilldin ein og hrikalega góð.

IMG_2955 (2)

Ég tek fagnandi á móti haustinu og vona að þið gerið það líka. Tími fyrir kertaljós og kósýheit.

Takk fyrir að lesa, ykkar

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s