Himnesk ostasæla með brakandi brauði

IMG_7748_Fotor
Samstarf

Hvað er betra en bráðinn gullostur með hlynsírópi, döðlum og ristuðum kasjúhnetum?

Líklega ekkert nema þá að dýfa ristuðu sjö korna lífskornabrauði í sæluna og leyfa því að bráðna í munninum……

IMG_7737_Fotor

Þetta er svo ótrúlega einfalt og fljótlegt í undirbúningi en getur ekki klikkað.

Þú einfaldlega setur gullost á litla pönnu eða í eldfast mót, hellir hlynsírópi yfir og setur saxaðar döðlur og kasjúhnetur yfir.

Bræðir svo saman við miðlungshita á pönnunni í nokkrar mínútur eða hitar í ofni við 160 gráður í 30 mínútur eða þar til osturinn er orðin mjúkur að innan.

IMG_7753_Fotor

Síðan ristar þú 7 korna lífskornabrauðið og skerð í fernt, þá ertu komin með hæfilega stóra bita til að dýfa í ostabræðinginn eða setja hann á brauðið með skeið.

Þessi himneska ostasæla er snilld í saumaklúbbinn, á veisluborðið eða bara ef þig langar í eitthvað ómótstæðilega gott á aðventunni meðan þú horfir á uppáhalds jólamyndina.

Njóttu vel!

IMG_7748_Fotor

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s