Jólagjafahugmyndir fyrir dömur

Þessi færsla er kostuð

img_8407-2

Ég er búin að vera kaupa jólagjafir og dunda mér við að pakka þeim inn síðan í nóvember, en ég veit að það eru ekki allir jafn snemma í því að huga að jólapökkunum. Sumum finnst erfitt að ákveða hvað á að gefa í gjafir og öðrum finnst jafnvel þreytandi að ganga búð úr búð í leit að einhverju fallegu. Ég ákvað því að setja saman jólagjafahugmyndir fyrir dömur og ef þú ert að leita að gjöf fyrir kærustuna, konuna, mömmu, systur, dóttur eða vinkonu þá gætu leynst góðar hugmyndir hér fyrir þig!

Þessi sæta taska er alveg tilvalin fyrir skvísur á öllum aldri, hentar vel undir veski, síma og snyrtidót eða allar þær nauðsynjavörur sem við skvísurnar þurfum að hafa með okkur.

img_8312-2

Taskan fæst í VILA og kostar 3990 kr.

Ef þig langar að bæta einhverju mjúku og hlýju með fæst þessi fallega slá í VERO MODA og kostar 4390 kr.

img_8308-2

Það er líka hægt að fá mjúka og flotta trefla í VERO MODA og þessi steingrái á myndinni hér fyrir neðan kostar 3990 kr. og er einnig til í fleiri litum.

img_8512-4

Það er svo gaman að eiga nokkra fallega trefla og geta skipt um eftir veðri og tilefnum hverju sinni svo það klikkar aldrei að gefa fallegan trefil!

Ég þurfti ekki að skoða þennan gullfallega trefil úr VILA í nema andartak þegar ég vissi að ég yrði að eignast hann!

img_8489-3

Mynstrið, litirnir og hversu mjúkur hann er, ég gat bara ekki sleppt honum!

Má ekki annars gefa sjálfum sér jólagjafir líka?

img_8480-2

Hann fæst í VILA og kostar 2790 kr.

Með fallegum trefli er tilvalið að gefa húfu í stíl! Ég fann þessa sætu húfu í VERO MODA og féll alveg fyrir henni.

img_8520-3

Einu númeri of sæt en passar vel í jólapakkann! Kostar 2990 kr.

img_8531-2

img_8228-3

Klassísk og falleg gjöf fyrir allar dömur eru góðir leðurhanskar, en þessir glæsilegu Pine leðurhanskar fást í VERO MODA og kosta 6990 kr. Fást í stærðum S-L.

img_8434-2

Og þessi leðurtaska er algjört augnayndi!

img_8296-2

Hún er passlega stór, hægt að nota hana bæði hversdags og við hátíðleg tilefni eins og um jólin. Virkilega smart taska fyrir konur á öllum aldri. Hún fæst í VERO MODA og kostar 6490 kr.

img_8448-2

Fallegur loðkragi gerir öll dress sparileg og er tilvalin jólagjöf. Ég elska svona fylgihluti sem gera svo mikið fyrir heildarmyndina.

Hann fæst í VERO MODA og kostar 5490 kr.

img_8407-2

Skvísutaska, fallegt kerti og glimmer sokkar eru sniðugar vinkonugjafir.

img_8500-3

Þessi gullfallegi kjóll er úr VILA og er fullkomin gjöf að mínu mati, snið sem passar öllum, mjúkur og þæginlegur en virkilega sparilegur og flottur fyrir jólin. Kostar 7490 kr. Fallega hálsmenið fæst líka í VILA og kostar 2990 kr.

img_8509-4

img_8456-3

Það er talað um að til þess að fara ekki í jólaköttinn verði maður að fá nýja flík fyrir jólin, en mér finnst líka ómissandi að splæsa í allavega einn nýjan varalit! Þessi litur er glænýr frá Lancome og er tilvalinn í jólapakkann.

img_8338-3

Um jólin finnst mér nauðsynlegt að eiga mjúk og góð náttföt. Það er fátt yndislegra en að kúra undir sæng með góða bók og um jólin vil ég helst eyða sem mestum tíma á náttfötunum!

Ég ætla að gefa þessi sætu jólanáttföt í jólagjöf í ár og með þeim munu fylgja mjúkir kósý sokkar. Náttfötin fékk ég í VERO MODA en þar er mikið úrval af mismunandi náttfötum fyrir jólin. Bolurinn kostar 2990 kr., buxurnar 3990 kr. og kósý sokkarnir 1790 kr. tveir saman í pakka.

img_8372

Að lokum ætla ég að sýna ykkur þetta gullfallega hálsmen sem fæst í VILA og passar vel með jóladressinu!

img_8266-3

Tilvalin jólagjöf fyrir þína uppáhalds dömu og kostar ekki nema 1990 kr. í VILA.

Takk fyrir að lesa og ég vona að þið hafið fengið einhverjar góðar hugmyndir að fallegum jólagjöfum!

undirskrift-bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s