Draumaeyjan mín Tenerife!

FF3E80FA-0CB0-4621-9656-F1F31D17937A

Sumarið byrjaði einstaklega vel hjá mér í ár en í lok maí fór ég í dásamlegt húsmæðraorlof með vinkonum til Tenerife þar sem við nutum lífsins í sólinni í eina viku.

IMG_3039

Það kom sér einstaklega vel að vera búin að slaka á í heila viku með tærnar upp í loft og kokteil í hönd því næstu vikur eftir ferðina voru heldur betur annasamar og reyndu verulega á þolinmæðina.

IMG_3010.jpg

Ljúfa lífið á Tene!

IMG_3272

Uppáhalds ströndin mín á Tenerife er Playa Del Duque á Costa Adeje, en þar er svo yndislegt að vera og guðdómlega fallegt!

IMG_3370

Þegar ég kom heim voru miklar framkvæmdir í gangi, en við erum að taka í gegn heilt baðherbergi og þvottahús, endurnýja allt rafmagn í húsinu og breyta aðeins og endurnýja í eldhúsinu. Einnig erum við að vinna að nýju skipulagi í garðinum og smíða stóran pall þannig að heima er eiginlega allt búið að vera á hvolfi!

IMG_3333

Ég byrjaði á því að fara í 5 daga ferðalag með krakkana norður til Akureyrar á meðan ekki var hægt að búa í húsinu, síðan tók við bústaðarferð og gistingar hér og þar því ekki var hægt að vera heima og eftir um einn mánuð á flakki með krakkana var ég eiginlega komin með alveg nóg af því að hafa ekki fastan samastað og bókaði aðra ferð til Tenerife!

IMG_3370

Ég og krakkarnir fórum því með tveggja daga fyrirvara á vit ævintýranna til Tenerife og eyddum þar 10 dögum á meðan eiginmaðurinn stóð vaktina heima og hélt áfram hörðum höndum að vinna í framkvæmdunum í húsinu. Ég viðurkenni það fúslega að þessar framkvæmdir eru mun stærri pakki en ég ímyndaði mér, en við höfum verið að gera upp húsið í 7 ár með hléum svo ég er alveg orðin vön því að vera á haus og með allt á hvolfi….en þetta var bara aðeins meira.

Heima hafa verið iðnaðarmenn allan daginn, bæði virka daga fram á kvöld og um helgar þannig að það hefur ekki verið hægt að vera í húsinu, ekkert rafmagn og oft á tíðum ekkert vatn þannig að við gátum hreinlega ekki búið í því á meðan.

IMG_3406

Það besta í stöðinni var því að stinga af og því tilvalið að skella sér bara í sólina á Tenerife!

Þar sem það var ekki á dagskrá að fara í sólarlandaferð með krakkana fyrr en næsta sumar þurfti ég að græja ýmislegt með tveggja daga fyrirvara.

Ég fór með þau í LINDEX og þar fundum við allt sem okkur vantaði fyrir ferðina, sundföt, sólgleraugu, stuttermaboli, stuttbuxur, derhúfu, léttar peysur, sumarkjóla og pils svo það var auðvelt að stökkva af stað í óvænta ferð.

B8550B5C-1F9A-4728-B8D4-59EA13A0910E
Í samstarfi við Lindex

Ég er mjög heppin að krakkarnir elska ströndina, sandinn og sólina jafn mikið og ég svo við eyddum þar löngum stundum í að leika okkur, busla í sjónum og bara njóta þess að vera til, hlusta á öldurnar og horfa á þetta dásamlega útsýni.

IMG_4292.jpg

Minn maður flottur á ströndinni í fötunum sem hann valdi sér í Lindex, en hann hefur mjög gaman að því að skoða og kaupa sér föt sjálfur og vill alls ekki hvað sem er!

IMG_4275

Hann eyddi mörgum klukkutímum á dag við að leika sér í sjónum og sandinum. Þegar ég spurði þau síðasta kvöldið hvað þeim fannst skemmtilegast að gera í ferðinni kom það mér ekkert á óvart að hann nefndi það í topp þrjú að vera á ströndinni.

Uppáhalds ströndin mín á Tenerife er Playa Del Duque á Costa Adeje eins og ég nefndi hér að ofan, en Playa De La Vistas í Los Christianos er líka mjög skemmtileg og við krakkarnir fórum nokkrum sinnum þangað að leika okkur.

475D9F44-4C0F-402E-8731-67288BBC5F86

Ég er búin að vera með æði fyrir rauðu í sumar sem hefur hingað til ekkert endilega verið minn litur en ég féll alveg fyrir þessum röndótta bol og þessu sæta dressi – pilsi og stuttermabol úr HOLLY & WHYTE línunni úr LINDEX.

IMG_3181.jpg

Svo fer ég ekkert án þess að vera með uppáhalds sandalana mína meðferðis! Ég hreinlega elska BIRKENSTOCK og á þá í nokkrum litum.

93B08EA0-C09C-4CB8-BD5C-C1E60A74D6C2

Fallegt hjarta sem Hrafnhildur bjó til á ströndinni.

ABE9D1F1-57E4-4008-BF69-69236E3686B6

Los Christianos er að mínu mati svolítið falin perla á Tenerife, en þar er finna mikið úrval af góðum veitingastöðum og þeir eru ódýrari heldur en veitingastaðirnir á Amerísku ströndinni og á Adeje svæðinu.

IMG_3407.jpg

Uppáhalds pizzastaðurinn minn á Tenerife er til dæmis í Los Christianos en hann heitir La Piazzetta og þar fást sjúklega góðar ekta eldbakaðar ítalskar pizzur fyrir litlar 10 evrur eða um 1400 kr. íslenskar krónur. Þær eru vel stórar og við sonurinn deildum til dæmis einni saman og vorum bæði pakksödd.

IMG_3126

Sama Sama er skemmtilegur staður í Los Christianos með geggjuðu útsýni yfir Playa De La Vistas ströndina svo ég mæli með því að biðja um borð við glugga, en þeir eru svo alveg opnir þannig að útsýnið er geggjað!

IMG_4206

Fallegu stelpurnar mínar á Sama Sama, en það er ekki amalegt að hafa svona góðan félagsskap og þetta útsýni!

Eftir matinn fórum við oft á ströndina og horfðum á sólsetrið.

IMG_4850
Hrafnhildur elskar gallabuxurnar úr Lindex enda eru þær bæði þægilegar og flottar!

Og sumir léku sér í sandinum…

 

5ED13FC2-83D1-4335-9A15-FBFA9535C0C3

Það er allt annar bragur yfir Los Christianos heldur en Las Americas og ég elska þessa litríku og afslöppuðu stemningu, allskonar blóm og listaverk út um allt.

Svo fallegt!

FF3E80FA-0CB0-4621-9656-F1F31D17937A

Annar skemmtilegur veitingastaður í Los Christianos sem ég mæli með er Habibi, en þar fæst geggjaður líbanskur matur og staðurinn er virkilega skemmtilegur og töff innréttaður.

Í fyrra fórum við með krakkana í Monkey Park sem þeim fannst mjög skemmtilegur, en núna skelltum við okkur í Jungle Park sem er skemmtilegur dýragarður með allskonar dýrum, þrautabrautum og stórri rennibraut sem vakti mikla lukku.

IMG_4438

Þessi ferð í dýragarðinn stóð alveg uppúr hjá syninum en hann elskar öll dýr og finnst ótrúlega gaman að lesa og fræðast um þau.

IMG_4481

Í Jungle Park eru líka skemmtilegar brýr og klifurgrindur og upplifunin er svolítið eins og maður sé staddur inni í miðjum frumskógi.

IMG_4419

Við vorum líka mjög dugleg að slaka bara á í garðinum á hótelinu, en við gistum á Gara Suites sem er við golfvöllinn á Amerísku ströndinni. Hótelið er mjög fínt með æðislegum sundlaugagarði, þar eru tvær stórar sundlaugar og önnur þeirra er upphituð.

IMG_4180

Ég þurfti yfirleitt að veiða þennan unga mann upp úr lauginni löngu eftir lokun….

IMG_4773

Allskonar aðferðir notaðar við það að stinga sér til sunds…

IMG_4779

Hahaha!

IMG_4780

Það skemmtilegasta sem ég geri með þessa sundkappa mína er að fara með þau í vatnsrennibrautagarða og við skelltum okkur bæði í Aqualand og í Siam Park.

IMG_4614.jpg
Systkinin á góðri stundu í Aqualand…bara slök í Lazy River.

Ég tók ekki margar myndir í þessari ferð í Siam Park en ég mæli ótrúlega mikið með þessum garði fyrir alla fjölskylduna, alltaf jafn gaman að koma þangað.

IMG_4985.jpg

Ég ákvað að kaupa VIP miða í Siam Park en með VIP miða fylgir armband sem gildir sem Fast Pass í rennibrautirnar allan daginn og það má fara eins oft og maður vill í hverja og eina. Með armbandinu kemstu fremst í röðina, en það geta orðið mjög langar raðir í brautirnar svo það margborgar sig að vera með VIP miða ef maður vill fara margar ferðir og ekki eyða stórum hluta af deginum standandi í röð.

Með VIP miða er einnig allur matur, drykkir og ís innifalið allan daginn og þú færð handklæði og læstan skáp. Hægt er að fá Cabana með VIP miðunum sem er smáhýsi þar sem hægt er að geyma dótið sitt og slaka á ef maður er orðinn þreyttur á rennibrautunum. Við vorum reyndar svo heppin að það varð einhver misskilningur þegar við komum í garðinn og annað fólk fékk okkar smáhýsi svo málinu var reddað með því að láta okkur hafa Villu eða lítið einbýlishús fyrir daginn. Þar vorum við með sér baðherbergi með sturtu og klósetti, heitan pott og verönd, sólbekki og litla stofu þar sem við gátum slakað á og fengið okkur drykki.

IMG_4981

Á meðan litlu brjálæðingarnir fóru síðan í allar stóru rennibrautirnar sem ég hef hvorki hjarta né taugar í slakaði ég bara á í villunni í heita pottinum og í sólbaði….það var bara frekar ljúft ef ég á að vera alveg hreinskilin.

F98DFD19-B5A3-41C6-AB2D-2747EE3C9175

Við fórum nokkrum sinnum niður á “Laugaveginn” á Amerísku ströndinni og fórum út að borða, en þar er mjög mikið af góðum veitingastöðum og líf og fjör á kvöldin.

IMG_5148.jpg

Okkar uppáhaldsstaðir þar eru Bianco, Imperial Thai Pan, Tony Roma’s og Hard Rock Café en úrvalið af stöðum þarna er endalaust svo það eru margir fleiri sem eru mjög góðir og um að gera að prófa bara það sem manni líst vel á hverju sinni.

IMG_5159.jpg

Sjávarrétta tagliatelle á Bianco er virkilega gott – mæli með því!

IMG_4705

Krökkunum finnst mjög gaman að kíkja í Mini Golf eftir kvöldmat og það er í göngufæri við alla þessa helstu staði á “Laugaveginum” á Amerísku ströndinni.

IMG_4706

Svo er gosbrunnurinn í Safari verslunarkjarnanum náttúrulega æðislegur og bara gaman að sjá ljósasýninguna þar á kvöldin.

IMG_5175 2.jpg

Yndislegu börnin mín voru svo glöð með þessa óvæntu ferð okkar til Tenerife, dásamlegar minningar komnar í safnið eftir þessa frábæru ferð.

Þangað til næst elsku draumaeyjan mín!

IMG_3026.jpg

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s