Falleg jólarúmföt frá Lín Design

IMG_7649_Fotor.jpg
Samstarf

Ég er ein af þeim sem var alin upp við það að hafa nýstraujuð jólarúmföt um hátíðarnar, en það er fátt yndislegra en í minningunni að skríða upp í rúm á aðfangadagskvöld og finna ilminn af hreinum og silkimjúkum rúmfötum.

Ég hef haldið í þá hefð að setja hreint og nýstraujað á rúmin fyrir jólin hjá okkur fjölskyldunni og í ár fékk ég mér þessi fallegu 600 þráða satín rúmföt frá Lín Design, en þetta er áttablaðarósin frá þeim í hátíðarútgáfu.

IMG_7655_Fotor

Áttablaðarósin hefur lengi verið algeng í íslenskum hannyrðum. Þessi gamla en sígilda hönnun byggir á fornu mynstri sem minnir margt á frostrós. Áttablaðarósin er form sem sameinar menningu okkar og fallega hönnun. Áttablaðarósin er byggð á munstri úr sjónabók Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld. Bókin hefur að geyma mörg munstur ætluð til hannyrða og er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands.

IMG_7628_Fotor99
Áttablaðarósin frá Lín Design er bróderuð í 600 þráða satín rúmföt

Ég hef lengi látið mig dreyma um Áttablaðarósina frá Lín Design þar sem mér finnst hún einstaklega falleg íslensk hönnun og hátíðaútgáfan er dásamleg, algjör lúxus! Þau eru silkimjúk enda 600 þráða satín rúmföt og munu bara mýkjast með hverjum þvotti. Alveg fullkomin á sængina fyrir jólin.

Það verður dásamlegt að sofa með þessi fallegu rúmföt um hátíðarnar, ég sé það alveg fyrir mér að njóta og lesa góða bók umvafin silkimjúkri áttablaðarós.

IMG_7649_Fotor

Undirskrift Bjargey

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s