Smurbrauð fyrir sælkera

 

IMG_7761_Fotor
Samstarf

Nú er aðventan á næsta leyti og ég ákvað að setja saman nokkrar hugmyndir að góðu smurbrauði og snarli sem tilvalið er að njóta á aðventunni ef maður vill gera vel við sig eða bjóða uppá eitthvað gómsætt þegar gesti ber að garði.

IMG_7733_Fotor

Ég elska gott smurbrauð og mér finnst gott að hafa það í hollari kantinum, enda er nóg um sætar freistingar á þessum árstíma.

Ég er mjög hrifin af Lífskornabrauðinu frá Myllunni en nýjasta Lífskornabrauðið hefur sjö tegundir af kornum og fræjum og því einstaklega hollt og trefjaríkt. Í brauðinu eru hafraflögur, sólbólmafræ, hörfræ, rúgkjarnar, graskersfræ, sesamfræ og spelthveiti sem gerir það að verkum að brauðið er sérstaklega þétt og saðsamt.

IMG_7724_Fotor

Mín uppáhalds samsetning er að setja saman birkireyktan silung og rjómasost á brauðið. Einfalt en virkilega bragðgott.

IMG_7729_Fotor

Einnig er gott að setja saman hummus, chorizo pylsu, papriku og steinselju en auðvitað getur maður látið hugmyndaflugið ráða ferðinni.

IMG_7761_Fotor

Hátíðasíldin er svo alltaf klassísk á aðventunni og er einstaklega góð með Lífskornabrauðinu, eggjum, lauk og steinselju. Það er alveg tilvalið að bjóða upp á gómsætt smurbrauð í næsta jólaboði, gestirnir munu svo sannarlega fara saddir og sælir heim.

Undirskrift Bjargey

 

One thought on “Smurbrauð fyrir sælkera

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s