

Jólapakkarnir frá Eleven Australia eru mættir á sölustaði og tilbúnir að fara undir jólatréð hjá þeim sem þér þykir vænt um!
Jólapakkarnir í ár eru mjög veglegir og fallega skreyttir af áströlsku listakonunni Rowena Martinich.
Þessir gullfallegu gjafapakkar koma í fjórum mismunandi útfærslum svo allir ættu að geta fundið réttu gjöfina.
Hydrate jólapakkinn inniheldur Hydrate My Hair Moisture sjampó og hárnæringu ásamt Miracle Hair Treatment. Þessi pakki inniheldur allt sem þurrt hár þarfnast, algjör rakabomba með avókadó olíu. Hydrate sjampóið og næringin hlaut nýverið verðlaunin Best in Beauty awards frá Beautyheaven í Ástralíu!

Næsti pakki er fullkominn fyrir náttúrulega ljóst hár og litað ljóst hár en hann inniheldur Keep my Colour Treatment Blonde sjampó og hárnæringu ásamt vinsæla Smooth and Shine Anti-Frizz Serum sem gerir hárið silkimjúkt og gefur því náttúrulegan gljáa.
Ég á þetta fjólubláa sjampó og næringu alltaf til og nota reglulega til þess að taka gula tóna úr hárinu eftir mikla sól og sundferðir. Það virkar strax eftir einn þvott og gefur hárinu góðan raka í leiðinni. Ég nota þessu línu samhliða Smooth Me Now línunni sem kemur einnig í glæsilegum gjafakassa fyrir jólin.

Þessi fallega bleika lína er mín uppáhalds frá Eleven Australia þó ég noti líka Hydrate og Blonde línuna til skiptis. Stundum þarf hárið mikinn raka eins og núna í kuldanum og þá skipti ég yfir í Hydrate í nokkur skipti en venjulega nota ég mest Smooth Me Now sjampó og næringu en það gerir hárið svo meðfærilegt og mjúkt. Það verður auðvelt að greiða það, blása og slétta.
Volume gjafapakkinn inniheldur svo allt sem fínt hár, liðað og krullað þarfnast. Í honum er I Want Body Volume sjampó og næring ásamt I Want Body Texture Sprey sem eykur umfang hársins og gerir fallega liði og krullur einn fallegri.
Eleven jólapakkarnir fást á sölustöðum Eleven um land allt en þú finnur lista yfir sölustaðina hér:
Sölustaðir ELEVEN AUSTRALIA
Ég hef notað þessar hárvörur síðan í vor og hreinlega elska þær! Þær gera hárið heilbrigt og fallegt. Ég er mjög ánægð með að þær innihalda mikið af náttúrulegum innihaldsefnum og ekki prófaðar á dýrum. Það munu nokkrir Eleven jólapakkar fara undir tréð hjá okkur í ár en mér finnst æðislegt að gefa gjafir sem ég veit að munu slá í gegn.