Oreo jólaís sem allir elska

Sú hefð hefur skapast á okkar heimili að við gerum jólaís. Það er eitthvað svo hátíðlegt við það fá heimagerðan alvöru rjómaís um jólin.

IMG_0308

Í ár langaði okkur að breyta til og búa til nýja uppskrift svo við krakkarnir ákváðum að búa til Oreo jólaís. Við vorum ekki lengi að ákveða hvernig við vildum hafa hann, með Oreo kexkökum og súkkulaðibitum.

IMG_0314

Við prófuðum okkur áfram og útkoman varð mjög góð þó ég segi sjálf frá en allir á heimilinu hafa gefið nýja jólaísnum topp einkunn!

IMG_0279

UPPSKRIFT:

6 eggjarauður

4 msk púðursykur

200 gr. suðusúkkulaði

7 dl. rjómi

6 eggjahvítur

25 Oreo kexkökur

IMG_0282

AÐFERÐ:

  1. Þeytið vel saman eggjarauður og púðursykur.
  2. Stífþeytið eggjahvítur í sér skál.
  3. Þeytið rjómann líka einan og sér.
  4. Saxið eina plötu 100 gr. af suðusúkkulaðinu í litla bita og 20 Oreo kexkökur.
  5. Blandið rólega saman eggjarauðublöndunni við rjómann, síðan súkkulaðibitunum og kexinu. Að lokum blandið eggjahvítunum varlega saman við, ekki þeyta aftur.
  6. Þegar öllu hefur verið blandað vel saman hellið ísblöndunni í hæfilega stórt ílát. Ég notaði plastbox frá IKEA með loki sem tekur 5,2l og má frysta. Það er í lagi að nota minna box en í þessu fannst mér ísinn fá gott rými. Það er líka hægt að nota tvö minni ílát.
  7. Bræðið 100 gr. af suðusúkkulaðinu og kælið örlítið áður en þið hellið yfir ísinn til að skreyta. Saxið í hæfilega bita 5 Oreo kexkökur og stráið yfir ísinn.
  8. Að lokum, setjið ísinn í frysti. Gott er að setja hann í frysti í að minnsta kosti 8 tíma áður en hann er borðaður en þegar þið takið hann út er gott að leyfa honum að standa í 10 mínútur við stofuhita áður en hann er borinn fram.

IMG_0307

Ég veit að Oreo aðdáendur og aðrir sælkerar verða ekki fyrir vonbrigðum með þennan jólaís og hann er himneskur með heitri súkkulaðisósu. Bragðið af honum er dásamlegt og kexið og súkkulaðið bráðnar í munni svo hann er líka alveg fullkominn einn og sér.

IMG_0308

Njótið vel og gleðilega hátíð!

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s