Falleg jólaföt fyrir káta krakka

Í samstarfi við LINDEX

Við mæðgur skelltum okkur í smá jólagjafaleiðangur í Lindex og skoðuðum fallegu jólafötin. Það er svo mikið úrval þar af æðislegum sparifötum alveg frá mjúkum samfellum á þessi allra yngstu yfir í flotta sparikjóla og töff dress á alla káta krakka.

IMG_0543

Ég hef alltaf fengið svo flott jólaföt á krakkana í Lindex og mér finnst æðislegt að geta fengið flott föt á stelpurnar í dömudeildinni eftir að þær urðu aðeins eldri en þær fengu sér æðislega sparikjóla og kápur sem eru virkilega smart fyrir ungar dömur á unglingsaldri.

IMG_0536

Ég hef alltaf verið ótrúlega skotin í rauðum jólakjólum og við mæðgur keyptum þennan æðislega kjól og peysu fyrir litla frænku þegar við kíktum í Lindex.

Það er líka mikill kostur að í Lindex fást fallegar langermasamfellur undir kjóla og mjúkar sokkabuxur.

IMG_0398

Það skiptir svo miklu máli fyrir börn að sparifötin séu mjúk og þægileg en að þeim finnist þau líka flott.

IMG_0539

Það er svo gaman að dressa sig upp á jólunum!

IMG_0542

Ég elska þessa rauðu peysu, svo dásamlega falleg og passar við svo margt.

IMG_0411

Það er líka mjög mikið úrval af æðislegum náttfötum í Lindex sem að mínu mati eru ómissandi hluti af jólunum. Það er ekkert meira kósý en að vera í mjúkum náttfötum á jóladagsmorgun og njóta þess að leika með nýja dótið og skoða jólagjafirnar.

IMG_0535

Þessi rauði náttgalli er alveg það krúttlegasta sem ég hef séð!

IMG_0434

Og jólanáttfötin með rebba, hreindýrum, mörgæsum og hinum skemmtilegu dýrunum eru svo falleg!

IMG_0463

Lindex býður uppá fallegar gjafaöskjur fyrir jólin og það kostar ekkert að láta pakka inn hjá þeim. Það finnst mér æðisleg þjónusta því það getur sparað tíma að fá gjafirnar innpakkaðar og tilbúnar undir jólatréð.

IMG_0440

Ég er mjög stolt af því að vinna með Lindex á Íslandi þar sem stefna fyrirtækisins er mér hugleikin. Lindex sýnir samfélagslega ábyrgð í framleiðslu sinni og hefur það að leiðarljósi að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði með sanngirni og jöfnum tækifærum.

Lindex á Íslandi er styrktaraðili Unicef, Rauða Krossins, Hjálparstarfs Kirkjunnar, Krabbameinsfélags Íslands auk þess að styrkja fjölmörg önnur góð málefni.

IMG_0443

Ungbarnafötin eru svo mjúk og dásamleg, henta í alla pakka fyrir lítil kríli.

IMG_0463

Í Lindex finnur þú falleg og góð föt á börn sem endast vel auk þess að geta keypt sannar gjafir Unicef sem eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir bágstödd börn og eru því svo sannarlega jólagjafir sem gefa áfram.

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s