Jólagjöfin mín í ár!

Ég ákvað gefa sjálfri mér nýtt sléttujárn í jólagjöf í ár en ég fékk að prófa þetta æðislega sléttujárn frá ELEVEN AUSTRALIA og það var ekki aftur snúið þegar ég var búin að nota það í nokkur skipti!

IMG_0142
Samstarf

Sléttujárnið er með þunnum keramik plötum sem hitna fljótt og örugglega, en hægt er að stilla 6 mismunandi hitastillingar sem er mikill kostur. Það er létt og meðfærilegt og auðvelt að ferðast með það.

IMG_0166

ELEVEN AUSTRALIA hárvörurnar hafa verið í uppáhaldi hjá mér mjög lengi, ég hef ekki notað aðrar vörur í hárið á mér í að verða tvö ár núna. Ástæðan er mjög einföld, þær næra og fara vel með hárið, ilma dásamlega og eru ekki prófaðar á dýrum.

IMG_0175 2

ELEVEN AUSTRALIA gefur út flotta jólapakka fyrir jólin og í ár eru landslagsmyndir eftir ástralska ljósmyndarann Remy Gerega á gjafaöskjunum.

Hver gjafaaskja inniheldur þrjár vörur sem henta mismunandi hárgerðum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

IMG_0184

Fagurbláa WHITEHAVEN gjafaaskjan inniheldur HYDRATE MY HAIR sjampó og hárnæringu ásamt DETANGLE MY HAIR LEAVE IN SPRAY sem er æðisleg hárnæring í sprey formi sem auðvelt er að setja í rakt hárið. Hún gefur góðan raka og leysir auðveldlega úr flækjum áður en hárið er greitt.

IMG_0202

KEEP MY COLOUR TREATMENT BLONDE er lúxus tvenna, tekur burtu gula tóna og frískar upp á ljósa hárið. Með BLONDE sjampó og næringunni fylgir glænýja MIRACLE SPREYIÐ sem er snilld eftir hárþvott. Þessi næringarríka blanda er vörn gegn hita, viðheldur hárlitnum og er með sólar og klórvörn.

IMG_0192

Í fallegri gjafaöskju kemur svo SMOOTH ME NOW tríóið sem hentar hári sem á það til að flækjast eða verða úfið. Ég er með þykkt og liðað hár og gæti ekki verið ánægðari með þessa tvennu. Hárið verður silkimjúkt og auðvelt að greiða það.

IMG_0171

I WANT BODY línan hentar fíngerðu hári og gefur hárinu fyllingu og gjáa. Með BODY tvennunni fylgir SEASALT SPREY og settið kemur í rauðu og gylltu SHARK BAY gjafaöskjunni sem er einstaklega hátíðleg.

IMG_0130 2

ELEVEN AUSTRALIA vörurnar fást á hárgreiðslustofum um land allt þar sem gjafaöskjurnar bíða eftir því að fá að fara undir jólatréð!

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s