Afmæli með bleikum rósum og gylltu skrauti

img_9688_fotor

Við vorum með afmælisveislu um helgina fyrir Hrafnhildi okkar en hún varð 12 ára í byrjun janúar á sama tíma og við vorum að koma heim frá Orlando svo við ákváðum að bíða aðeins með veisluhöldin á meðan lífið var að komast í rútínu eftir ferðalagið.

img_9699_fotor9

Daman óskaði eftir vanilluköku með vanillukremi svo ég bakaði hana að sjálfsögu fyrir hana enda einföld og góð kaka sem við skreyttum með lifandi rósum.

img_9681_fotor

Uppskriftina að kökunni góðu fékk ég hjá vinkonu minni, Sylvíu Haukdal sem er kökugerðarsnillingur með meiru en hún sýnir listir sínar á Instagram – sylviahaukdal. Hún átti að sjálfsögðu góða uppskrift af vanilluköku og ég fékk leyfi til að deila henni með ykkur hér:

Vanillukaka

1 1/2 bolli sykur
2 1/4 bolli Kornax hveiti
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
285gr. smjör (við stofuhita)
5 stk. eggjahvítur
4 tsk. vanilludropar
1 dós sýrður rjómi
3/4 bolli nýmjólk (volg)

1. Hita ofninn í 175 gráður (viftu)
2.Öllum þurrefnum hrært saman.
3.Rest hrærð saman við.
5.Bakað við 175 gráður í 15-20 mínútur eða þar til tannstöngull eða prjónn kemur hreinn uppúr kökunni.

IMG_9908_Fotor.jpg

Vanillusmjörkrem

500gr. smjör
500gr. flórsykur
2 tsk. vanilludropar

1.Þeyta smjörið mjög vel, þar til það verður vel hvítt.
2.Þeyta flórsykur saman við og þeyta kremið lengur.
3.Vanilludropum hrært saman við.

IMG_9669_Fotor59.jpg

Hrafnhildur Elsa var alsæl með afmæliskökuna enda var hún mjög bragðgóð þó ég segi sjálf frá. Hún er mikil veislukona og finnst ótrúlega gaman að undirbúa afmælið sitt á hverju ári, mér til mikillar gleði þar sem það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri að undirbúa og halda afmæli.

img_9880_fotor

Ég skal líka fúslega viðurkenna að mér finnst töluvert skemmtilegra að skreyta fyrir svona fallegt dömuboð, heldur en Spiderman afmæli eða eitthvað álíka ofurhetjuþema… ekki misskilja mig samt, það er alveg gaman líka en þegar dóttirin hefur sama smekk fyrir skreytingum og móðirin getum við mæðgur leyft sköpunargleðinni að njóta sín saman.

Við höfum eytt ófáum kvöldum í að spjalla um afmælið, skreytingar og veitingar. Hún er líka farin að hugsa um það hvernig henni langar að skreyta í fermingarveislunni eftir tvö ár og það er bara gaman að byrja þá hugmyndavinnu.

img_9782_fotor

Veisluborðið var einfalt og stílhreint, hvítur dúkur frá Lín Design og blúndu gardína úr Ikea yfir hann til að gera borðið rómantískt og fallegt. Blöðrur í samstarfi við Partýbúðina í uppáhaldslitum Hrafnhildar. Hún vildi hafa bleikt, hvítt og gyllt á veisluborðinu sem kom ótrúlega vel út saman. Við vorum með bleikar rósir á miðju borðinu eins og á afmæliskökunni, gyllt hnífapör, gyllta diska og bleikar servíettur.

img_9779_fotor
Veisluborðið sem afmælisbarnið skreytti sjálf kom vel út með þessum fallegu litum og girnilegum veitingum.

Í samstarfi við Tertugallerí Myllunnar buðum við einnig upp á ljúffengar tertur frá þeim og rækjusalat, en brauðterturnar frá þeim eru í algjöru uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni eftir hafa boðið uppá þær í fermingu elstu dótturinnar í fyrra. Það er líka svo mikil snilld að geta pantað gott salat á veisluborðið eða til að setja á rúllu- eða brauðtertur sjálfur.

img_9724_fotor

Þessi skemmtilegu skilti fást í Partýbúðinni, en með þeim er hægt að merkja veitingarnar á veisluborðinu. Þau koma svört en við skreyttum þau í stíl við þemað og settum á þau gylltan glimmerpappír og hvít hjörtu.

Brauðtertan var glæsileg og ótrúlega bragðgóð. Enda kláraðist hún upp til agna eins og alltaf þegar við bjóðum upp á þær í veislum hjá okkur.

img_9733_fotor

Það er ekkert alvöru kökuhlaðborð án þess að hafa eina góða Marengsbombu en þessi frá Tertugalleríinu var geggjuð!

img_9750_fotor

Ferskir ávextir, svampbotn, rjómi og púðursykurmarengs – getur ekki klikkað. Toppað með súkkulaði og karamellu yfir ávextina.

img_9740_fotor

Besti heiti brauðrétturinn var að sjálfsögðu líka á veisluborðinu en hann klárast alltaf fyrst og er alltaf jafn góður. Uppskrift af honum finnið þið hér:

Besti heiti brauðrétturinn

img_9809_fotor

Það eru miklir súkkulaðiköku aðdáendur í fjölskyldunni svo við vorum að sjálfsögðu með eina alvöru súkkulaðiköku og rjóma á veisluborðinu. Við pöntuðum hana líka hjá Tertugalleríi Myllunnar og báðum um að hafa hana óskreytta, en við settum svo gylltu kertin og hjörtun á sjálf.

img_9789_fotor

Gylltu tölustafakertin fengum við í Partýbúðinni, en þau komu svo vel út á súkkulaðikökunni sem kom á þessum fallega gyllta bakka.

img_9776_fotor

Súkkulaðikakan var guðdómlega góð og bráðnaði í munni!

img_9778_fotor

Þetta var yndislegur dagur með fjölskyldunni og alltaf svo gaman þegar gestirnir fara saddir og sælir heim úr veislum. Ég hef alltaf haft gaman að því að baka og undirbúa veislur en upp á síðkastið hef ég blandað því saman að baka sjálf og panta eitthvað tilbúið líka frá Tertugalleríinu, það munar svo ótrúlega miklu í tíma sem fer í undirbúning svona veislu að fá smá hjálp við veitingarnar.

img_9816_fotor

Ég finn það líka að mér finnst ég njóta þess betur að halda veislur þar sem ég hef ekki verið á haus í marga daga áður við bakstur og eldamennsku. Þá hef ég meiri tíma til að skreyta og dúlla mér í því sem mér finnst skemmtilegast og er ekki alveg búin á því þegar veislan sjálf byrjar. En persónulega finnst mér það skipta mestu máli að hafa gaman á svona tímamótum, njóta með fjölskyldunni og gleðja afmælisbarnið.

img_9688_fotor

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s