Sumarfríið planað….

BAkgrunnsmynd á opnu
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gaman Ferðir

TENERIFE

Nú er ekki nema rétt rúmur mánuður í að skólinn klárist hjá krökkunum og þau fara í sumarfrí. Við erum búin að vera skipuleggja sumarið og ákveða hvað við ætlum að gera skemmtilegt saman í sumarfrínu.

Á sumrin erum við mjög dugleg að fara með krakkana í sumarbústaðarferðir og förum í styttri og lengri ferðir innanlands. Við fórum síðast með þau til útlanda árið 2015 og fórum þá til Spánar. Það var algjörlega æðisleg ferð og þau hafa mjög mikið talað um hvað það væri gaman að fara aftur til sólarlanda saman í fjölskyldufrí.

11350410_10153051078532874_2386423147048039512_n (1)

Systurnar saman á ströndinni í síðustu utanlandsferð

11351465_10153051023367874_8623358066501407581_n

Og öll systkinin saman á ströndinni

11207273_10153051020382874_6288560519896098909_n (2)

Það er svo dásamlegt að komast svona saman í frí, njóta samverunnar saman í sólinni og leika á ströndinni.

10422137_10153051023152874_8066172567630492385_n

Það er búinn að vera langþráður draumur að fara aftur í fjölskyldufrí til sólarlanda og því var það mikil gleðistund í dag þegar við sögðum krökkunum óvænt frá því að við værum að fara saman til TENERIFE í sumar!

C0 Mesa Pool Bar - Green Garden Resort _preview

Við ætlum að fara með Gaman Ferðum og gista á einu vinsælasta íbúðahótelinu þeirra á Tenerife, Green Garden Resort & Suites sem er glæsilegt 4 stjörnu hótel á Playa De Las Americas. Það er rétt hjá Siam Mall og stutt í Siam Park vatnsrennibrautagarðinn sem krakkarnir geta ekki beðið eftir því að fara í.

Hérna er hægt að skoða hótelið nánar og tilboð!

Green Garden Resort & Suites

BAkgrunnsmynd á opnu

Ég er búin að láta mig dreyma í langan tíma að fara með fjölskylduna á þetta geggjaða hótel, en það er svo dásamlega fallegt og alveg passlega stórt, ég er ekki hrifin af mjög stórum hótelum, þau verða aldrei jafn persónuleg eins og þessi sem eru minni.

En ég læt mig samt dreyma um lúxus eins og sólbekki með dýnum og handklæði í garðinum fyrir gestina og það er allt til staðar á Green Garden Resort & Suites.

A4 Piscina - Green Garden Resort_preview

Og þar sem við ætlum að fara í algjöra afslöppun og lúxus þá ákváðum við að velja All Inclusive pakka þar sem við erum með allt innifalið, morgunverð, hádegisverð og kvöldmat en svo höfum við líka aðgang að snakkbar þar sem við getum fengið okkur drykki, ís, ávexti og snarl yfir daginn.

Það gerist ekki þæginlegra fyrir foreldra með þrjú börn í fríi….

C4 Restaurante Buffet - Green Garden Resort_preview

Ég hef heyrt það frá nokkrum sem ég þekki að maturinn sé mjög ferskur og góður á hótelinu og úrvalið sé mjög mikið. Það finnst mér henta okkur einstaklega vel og ég get ekki beðið eftir að geta bara skellt mér í mat með krakkana og þau geta valið sér það sem þeim langar í hverju sinni og þurfa aldei að panta og bíða eftir því að fá matinn á borðið eins og þegar maður fer út að borða á veitingastöðum.

C3 Restaurante Buffet - Green Garden Resort_preview

Það er líka svo ótrúlega þæginlegt að þurfa ekki að fara óteljandi ferðir í búðina að sækja drykki og mat til að fylla á ísskápinn í íbúðinni…..þvílíkur tímasparnaður!

Það er svo skemmtilegt leiksvæði fyrir krakkana í garðinum og barnadagskrá yfir daginn auk skemmtunar á kvöldin, míní diskó og skemmtiatriði.

GG bls 4

Íbúðirnar á Green Garden Resort & Suites eru líka mjög rúmgóðar og flottar, en við verðum í íbúð með tveimur svefnherbergjum og sér verönd þar sem við getum slakað á og notið sólarinnar ef við viljum.

GG stofa bls 4

Ég hef prófað mörg hótel á Spáni og Tenerife og þetta er það flottasta sem ég hef séð þegar kemur að íbúðagistingu fyrir fjölskyldur.

GG eldhús bls 4

Flott fullbúin eldhús þar sem hægt er að elda (ekki það að ég muni svo mikið sem snerta einn pott í þessari ferð….hahaha).

Og svo eru svefnherbergin glæsileg með mjög góðum rúmum sem mér finnst skipta alveg ótrúlega miklu máli þegar maður vill ná að hvílast vel í fríinu.

GG svefnherbergi bls 4

Það er ekkert skrítið að ég hafi fallið kylliflöt fyrir þessu hóteli!

BAkgrunnsmynd 1

Ég er svo spennt!

Að njóta þess að slaka á í sólbaði, busla og leika í lauginni með krökkunum….bara vera og njóta saman á Tenerife.

IMG_4893

Undirskrift Bjargey

 

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s