About

Velkomin á heimasíðuna mína

BJARGEY & CO.

Ég heiti Bjargey Ingólfsdóttir og er gift þriggja barna móðir búsett í Kópavogi. Ég hef gaman að því að skrifa og hérna á heimasíðunni minni deili ég augnablikum úr hversdagslífinu, hugleiðingum mínum og áhugamálum.

Menntun og reynsla

Ég útskrifaðist með B.A. próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2008. Lærði höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð hjá Upledger Institude á Íslandi 2013-2017 og starfaði sjálfstætt sem höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili í nokkur ár.

Fyrir nokkrum árum eftir langvarandi álag og áföll missti ég heilsuna harkalega og fór í endurhæfingu á líkama og sál. Í uppbyggingarferlinu ákvað að byrja að skrifa til að gera eitthvað skapandi og skemmtilegt. Það hjálpaði mér mikið í gegnum mín veikindi að horfa á jákvæðu hliðar lífsins og njóta augnabliksins. Það að einblína frekar á styrkleika mína heldur en veikleika gerði líf mitt auðveldara og skemmtilegra. Ég fór svo markvisst að vinna í heilsunni minni og breytti algjörlega um lífsstíl sem hefur gefið mér betri heilsu, vellíðan og hamingju. Nú miðla ég þessari reynslu með öðrum með skrifum mínum hér og á námskeiðum sem ég held fyrir konur sem vilja byggja sig upp, ná markmiðum sínum og láta draumana rætast.

Árið 2018 starfaði ég sem fararstjóri fyrir Gaman Ferðir og fór með konur í endurnærandi lúxus SPA og heilsuferðir. Stefnan var að halda þeim ferðum áfram í ár en þar sem Gaman Ferðir lokuðu í kjölfar þess að WOW air hætti starfsemi er ég að vinna í því að fá nýja samstarfsaðila fyrir ferðirnar.

Áhugamál

Ferðalög eru mitt aðal áhugamál eins og sést vel á heimasíðunni minni, ég elska að ferðast um heiminn, taka myndir og njóta þess að upplifa nýja menningu, skoða fallegar byggingar og prófa nýjan mat.

Áhugamál mín eru mjög fjölbreytt en ég hef endalausan áhuga á því að breyta og bæta og því hentaði það mér mjög vel að kaupa gamalt hús fyrir nokkrum árum sem við hjónin höfum verið gera upp. Þeir sem þekkja mig vel vita að það er alltaf búið að breyta einhverju á milli heimsókna og það mun líklega aldrei breytast. Mér finnst bara fátt skemmtilegra en að mála, laga, breyta, bæta, flokka, skipuleggja og skreyta.

Ég elska að taka myndir. Ef ég hefði ekki farið út í að mennta mig á ráðgjafasviði hefði ég alveg örugglega valið ljósmyndun. En ég er mikill fagurkeri og elska að taka myndir af fallegu landslagi, fólki, hlutum, skreytingum og mat. Eldhúsið er líklega minn uppáhaldsstaður í húsinu og mér finnst virkilega gaman að prófa mig áfram í matargerð og þarf enn og aftur yfirleitt að breyta uppskriftum og gera þær að mínum eigin, og svo nota ég mikið frjálsa aðferð í eldhúsinu og geri mínar eigin uppskriftir sem ég deili með ykkur hér.

Takk fyrir að kíkja við!

undirskrift-bjargey

IMG_3866

Samstarf

Ef þú ert með fyrirtæki og óskar eftir samstarfi eða auglýsingu er hægt að senda mér tölvupóst á netfangið bjargeydoula@gmail.com

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s