About

img_9567

Velkomin á heimasíðuna mína Bjargey & Co.

Ég er gift 3 barna móðir, með B.A, próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, fæðingardoula og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili. Síðastliðin ár hef ég verið að glíma við veikindi og ég ákvað að byrja að blogga til að gera eitthvað skapandi og skemmtilegt. En það hjálpar mér mikið í gegnum mín veikindi að horfa á jákvæðu hliðar lífsins og njóta augnabliksins. Það að einblína frekar á styrkleika mína heldur en veikleika gerir lífið auðveldara og skemmtilegra.

Áhugamál mín eru mjög fjölbreytt en ég hef endalausan áhuga á því að breyta og bæta og því hentaði það mér mjög vel að kaupa gamalt hús fyrir nokkrum árum sem við hjónin höfum verið gera upp. Þeir sem þekkja mig vel vita að það er alltaf búið að breyta einhverju á milli heimsókna og það mun líklega aldrei breytast. Mér finnst bara fátt skemmtilegra en að mála, laga, breyta, bæta, flokka, skipuleggja og skreyta.

Ég elska að taka myndir. Ef ég hefði ekki farið út í að mennta mig á ráðgjafasviði hefði ég alveg örugglega valið ljósmyndun. En ég er mikill fagurkeri og elska að taka myndir af fallegu landslagi, fólki, hlutum, skreytingum og mat. JÁ mat, ég elska mat, myndir af mat og að taka myndir af mat svo það kom ekkert annað til greina að hafa uppskriftir og fullt af myndum af fallegum mat hér á síðunni. Eldhúsið er líklega minn uppáhaldsstaður í húsinu og mér finnst virkilega gaman að prófa mig áfram í matargerð og þarf enn og aftur yfirleitt að breyta uppskriftum og gera þær að mínum eigin, og svo nota ég mikið frjálsa aðferð í eldhúsinu og geri mínar eigin uppskriftir sem ég ætla að deila með ykkur hér.

Takk fyrir að kíkja við!

undirskrift-bjargey

bjargeydoula@gmail.com

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s