Draumar og lífið sjálft

Þetta fallega skilti fór upp á vegg hjá mér síðustu helgi. Ég hafði séð það í Hagkaup fyrir nokkrum vikum og fannst það æði, en fannst nú óþarfi að vera eyða í einhvern óþarfa í þeirri búðarferð. En ég hugsaði oft um það og svo átti ég leið í Hagkaup fyrir síðustu helgi, var nú…

Star Wars herbergi

Sonur minn sem er nýorðinn 6 ára er mikill Star Wars aðdáandi. Þegar hann hélt uppá afmælið sitt var hann með Star Wars þema og hann leikur sér aðallega með Star Wars kallana sína og Star Wars Lego. Þannig að þegar ég ákvað að hressa uppá herbergið hans og mála það kom ekkert annað til…

Lemon Chicken

Sítrónur eru eitt það skemmtilegasta sem ég nota í matargerð. Það er hægt að gera svo margt úr þeim og þær gefa alltaf svo sætt en súrt bragð sem ég elska! Þessi uppskrift er einföld og fljótleg en útkoman er mjög ljúffeng. Uppskrift: Kjúklingalæri og leggir 2-3 sítrónur Ferskt timijan krydd Góð ólífuolía 3 hvítlausrif…

Mömmudekur

Ég er ein af þeim mömmum sem passa alltaf uppá að börnin eigi það sem þau þurfa á að halda og gleymi stundum alveg sjálfri mér. Að vissu leyti held ég að þetta komi sjálfkrafa með móðurhlutverkinu, ábyrgðartilfinningin. Að barnið upplifi öryggi, hlýju og hafi allt sem það þarfnast til að vaxa og dafna. En…

Grillmarkaðurinn

Minn allra uppáhaldsstaður á Íslandi er Grillmarkaðurinn. Ég hreinlega elska matinn þeirra og framsetninguna. Við skötuhjúin fórum þangað í gærkvöldi á stefnumót og það var æðislegt í alla staði. Ætla að deila með ykkur nokkrum myndum. Í forrétt fengum við okkur grilluðu kjúklingavængina sem eru marineraðir í ostrusósu og með hnetusmjöri, þeim fylgdi Grillmarkaðs poppkorn….

Sumar salat

Stundum langar manni bara í eitthvað ótrúlega einfalt og ferskt. Á góðum sumardögum er ég oft í þannig skapi svo ég geri mikið af allskonar salati á sumrin. Ég geri mér líka oft salat í hádeginu. Hérna er eitt af mínum uppáhalds, varð til eins og svo oft áður hjá mér úr hinu og þessu…

Evu snúðar

Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af bestu kanilsnúðum í heimi. Eva frænka mín kenndi mér að baka þessa snúða þegar ég var lítil og hafa þeir verið í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum síðan. Uppskrift 600 gr. hveiti 125 gr. sykur 125 gr. smjörlíki 5 tsk. þurrger 2 egg 3 tsk. kardimommudropar…

Gleðilegt sumar!

Nú er komið að því, sumardagurinn fyrsti á morgun og við getum formlega kvatt veturinn! Ég mun ekki sakna hans skal ég segja ykkur! Ég tek á móti sumrinu full eftirvæntingar, en ég veit að þetta sumar verður yndislegt! Í tilefni sumarsins ætla ég að deila með ykkur nokkrum hugmyndum að því hvað mér finnst…

Gamaldags fiskibollur

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Fiskikónginn Ég á einn 6 ára grallara sem hefur ekki fengist til að borða fisk! Hann er reyndar farinn að borða soðinn fisk núna eftir nokkrurra ára þjálfun í leikskólanum, en ég hef verið heppin með það að hann elskar fiskibollur! Ég vil því fá bragðgóðar fiskibollur úr…

Bestu skinkuhornin

Ég hef bakað töluvert magn af skinkuhornum í gegnum tíðina, þau eru bara svo góð! En ég ætla að deila með ykkur minni uppáhalds uppskrift. Deigið: 1 kg. hveiti 220 gr. smjör 2 msk. sykur 500 ml. mjólk 8 tsk. þurrger 1 tsk. salt 1 egg til penslunar Fylling: 2 dósir beikonsmurostur Niðurskorin skinka  …