Barcelona og Sitges

Barcelona og Sitges

Var ég búin að segja ykkur það? Ég bara skrapp aðeins í paradís og er komin aftur heim. Ég var þarna, á sundlaugarbakkanum í sólbaði. Ég er ennþá að klípa mig og athuga hvort þetta hafi bara verið draumur! En þetta var alls enginn draumur nema þá bara langþráður draumur sem rættist, smá frí, afslöppun [...]

20 árum fagnað í Kaupmannahöfn

20 árum fagnað í Kaupmannahöfn

Við skötuhjúin áttum 10 ára brúðkaupsafmæli 3.mars og eigum 20 ára sambandsafmæli núna 3. maí! Við ákváðum að fagna þessum merka áfanga og þar sem Halli þurfti að fara á fundi á vegum vinnunnar í Kaupmannahöfn ákváðum við að gera ferð úr þessu og fórum saman í smá foreldrafrí. Ég elska stemminguna í Kaupmannahöfn, fallegt, [...]

10 ára!

10 ára!

Elsku hjartagullið okkar hún Hrafnhildur er orðin 10 ára! Ekki veit ég hvert tíminn fer en mér finnst það eins og í gær þegar ég hélt á henni nýfæddri. Ég verð alltaf mjög meyr í kringum afmæli barnanna minna, en þessi tími sem ég fæ með þeim er svo dýrmætur. Ég er alltaf þakklát fyrir [...]

Hvolpaást

Hvolpaást

Hvolpurinn Spori kom til okkar fyrir viku síðan, en hann er 10 vikna Havanese hvolpur. Hér á heimilinu var búið að bíða eftir þessari stund með mikilli eftirvæntingu. Við fengum okkur hund fyrir 5 árum þegar við fluttum í húsið okkar, en vorum ekki með hann í nema 4 mánuði þar sem ég fékk svo [...]

Stelpuferð til Glasgow

Stelpuferð til Glasgow

Í nóvember fórum ég og Hrafnhildur í mæðgnaferð til Glasgow. Ferðin var jólagjöfin okkar til Hrafnhildar en fyrr á árinu buðum við Bryndísi út á leikinn Ísland - Frakkland í París (Ferðasagan er hér) og það var hennar jólagjöf. Kannski svolítið langur tími frá ferð að jólum en okkur fannst það bara vera góð hugmynd að [...]

Desember

Desember

Aðventan er minn uppáhaldstími og hérna eru nokkrar myndir frá desember. Við frænkurnar hittumst í okkar árlega frænkuboði og það var yndislegt. Það sem ég er þakklát fyrir allar þessar frábæru konur í mínu lífi. Dýrmætt. Maturinn var ekki af verri endanum hjá henni frænku minni, enda miklir listakokkar þar á bæ! Já þetta var [...]

Minningar í jólagjöf

Minningar í jólagjöf

Þessi færsla er unnin í samvinnu við Pixel Prentþjónustu Ein sú skemmtilegasta jólagjöf sem ég hef fengið um ævina er ljósmyndabók. Ég hugsa að það sé erfitt að finna persónulegri jólagjöf. Ég hef nokkrum sinnum búið til ljósmyndabækur og gefið í jólagjafir, en það hefur verið vinsælt að gefa ömmum og öfum myndir af barnabörnunum. [...]

Þvílíkt sumar!

Þvílíkt sumar!

Ég hugsa að ég tali fyrir alla landsmenn sem búa á Suðurlandi, en þvílíkt sumar! Og já þá á ég við veðrið, það er búið að vera alveg frábært. Við þurftum svo á þessu að halda eftir nokkur köld og blaut sumur síðustu ár. Við fjölskyldan fórum nokkrum sinnum í dagsferð á Langasand á Akranesi [...]

EM ævintýrið okkar

EM ævintýrið okkar

Eins og öll þjóðin höfum við fjölskyldan fylgst með íslenska landsliðinu á EM. Þvílík skemmtun og þvílíkir snillingar sem strákarnir í landsliðinu eru! Við horfðum á leikina í sjónvarpinu og hvöttum, öskruðum, sungum og grétum gleðitárum þegar við unnum leikinn gegn Austurríki. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég ætti eftir að gráta yfir [...]