Jóga í paradís

Jóga í paradís

  Ég er nýkomin heim úr dásamlegri ferð til Tossa de Mar á Spáni þar sem ég var heila viku í endurnærandi fríi. Heil vika þar sem ég fór í jóga og hugleiðslu daglega, naut lífsins í sólinni, borðaði bara góðan mat, synti í sjónum og skoðaði þennan fallega stað. Ég hefði aldrei trúað því [...]

BOSTON!

BOSTON!

Við Bryndís Inga fórum til Boston í byrjun apríl en ferðin var fermingargjöf til hennar frá okkur foreldrunum. Í Boston áttum við mæðgur æðislegan tíma saman þar sem við versluðum, skoðuðum okkur um og versluðum meira....síðan borðuðum við mjög mikið af ostakökum...kannski aðeins of mikið af ostakökum....hahaha! Boston er æðisleg borg, þetta var mín þriðja [...]

Barcelona og Sitges

Barcelona og Sitges

Var ég búin að segja ykkur það? Ég bara skrapp aðeins í paradís og er komin aftur heim. Ég var þarna, á sundlaugarbakkanum í sólbaði. Ég er ennþá að klípa mig og athuga hvort þetta hafi bara verið draumur! En þetta var alls enginn draumur nema þá bara langþráður draumur sem rættist, smá frí, afslöppun [...]

Mömmufrí í Danmörku

Mömmufrí í Danmörku

Í vor var ég heppin að geta skellt mér í smá ferðalag til vinkonu minnar í Danmörku. Við Kolbrún vorum samferða í náminu í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og þekkjumst því ágætlega þar sem við kynnumst samnemendum vel í þessu námi. En auk þess að hafa brennandi áhuga á höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð deilum við áhuga á [...]

20 árum fagnað í Kaupmannahöfn

20 árum fagnað í Kaupmannahöfn

Við skötuhjúin áttum 10 ára brúðkaupsafmæli 3.mars og eigum 20 ára sambandsafmæli núna 3. maí! Við ákváðum að fagna þessum merka áfanga og þar sem Halli þurfti að fara á fundi á vegum vinnunnar í Kaupmannahöfn ákváðum við að gera ferð úr þessu og fórum saman í smá foreldrafrí. Ég elska stemminguna í Kaupmannahöfn, fallegt, [...]

Stelpuferð til Glasgow

Stelpuferð til Glasgow

Í nóvember fórum ég og Hrafnhildur í mæðgnaferð til Glasgow. Ferðin var jólagjöfin okkar til Hrafnhildar en fyrr á árinu buðum við Bryndísi út á leikinn Ísland - Frakkland í París (Ferðasagan er hér) og það var hennar jólagjöf. Kannski svolítið langur tími frá ferð að jólum en okkur fannst það bara vera góð hugmynd að [...]

Þvílíkt sumar!

Þvílíkt sumar!

Ég hugsa að ég tali fyrir alla landsmenn sem búa á Suðurlandi, en þvílíkt sumar! Og já þá á ég við veðrið, það er búið að vera alveg frábært. Við þurftum svo á þessu að halda eftir nokkur köld og blaut sumur síðustu ár. Við fjölskyldan fórum nokkrum sinnum í dagsferð á Langasand á Akranesi [...]

Draumaferð til Dinard

Draumaferð til Dinard

Við hjónin fórum í barnlausa draumaferð til Dinard í Frakklandi núna í júlí. Okkur var boðið í brúðkaup hjá góðum vinum sem ákváðu að gifta sig á þessum undurfagra stað og við ákváðum að gera góða ferð úr þessu ævintýri og fórum í vikuferð. Fegurðin á þessum stað er engri lík. Við áttum ekki til [...]