Stofan heima

Stofan heima

Við erum búin að vera í smá framkvæmdum heima síðan snemma í haust, en þegar við vorum búin að mála svefnherbergið fórum við beint í að mála stofuna og setja inn ný húsgögn. Ég hef verið að sýna frá ferlinu á INSTAGRAM - BJARGEYOGCO og þar er hægt að sjá myndbönd og myndir af ferlinu [...]

Dimmt og hljótt…

Dimmt og hljótt…

Svefnherbergið er sá staður á heimilinu sem ég vil hafa afslappaðan og alls ekki mikið af hlutum þar inni. Ég vil hafa veggina dökka og einfalda litapallettu sem skapar notalegt andrúmsloft. Við erum búin að hafa dökkan lit í svefnherberginu í rúm tvö ár og eftir að hafa prófað að vera með dökkan lit viljum [...]

Draumur á bleiku skýi

Draumur á bleiku skýi

Það er langt síðan að ég fékk að gera eitthvað ofurkrúttlegt á mínu heimili þar sem börnin eru orðin sjálfstæðir unglingar með sín eigin herbergi sem ég fæ skiljanlega ekki að stílisera eða raða í. Það var því auðvelt fyrir mig að segja já við því spennandi verkefni að aðstoða við hugmyndavinnu og listræna ráðgjöf [...]

Útipottar fá nýtt útlit

Útipottar fá nýtt útlit

Ég elska að gefa gömlum hlutum nýtt líf, en í gegnum tíðina hef ég frískað upp á allskonar húsgögn. Núna hins vegar tók ég gamla steypta útipotta og gaf þeim smá upplyftingu. Það tók alls ekki langan tíma og gjörbreytti útliti þeirra með litlum tilkostnaði. Ég vann verkið í samstarfi við Slippfélagið en hugmyndin var [...]

Haustið heima

Haustið heima

Haustið er yndislegur tími fyrir okkur sem elskum blóm, plöntur og kertaljós. Haustlyngið er það allra fallegasta að mínu mati þó sumarblómin séu auðvitað alveg dásamleg. Í samstarfi við Garðheima fór ég að skoða plöntur og haustlyng til þess að skreyta hjá mér fyrir utan húsið. Garðskálinn í Garðheimum er fullur af fallegum haustplöntum núna [...]

Marengs með saltkringlum og karamellu

Marengs með saltkringlum og karamellu

Ég ákvað að prófa mig áfram með nýja uppskrift í vikunni, en tilefnið var fyrsti saumaklúbbur vetrarins. Ég var lengi búin að hugsa um að búa til eitthvað gott úr nýja súkkulaðinu frá Nóa Síríus með saltkringlum og sjávarsalti en það er alveg hrikalega gott! Þessi terta er mjög ljúffeng og fékk 5 stjörnur frá [...]

Ferskur blær á baðið

Ferskur blær á baðið

Haustið er alltaf sá tími sem mér finnst ég koma aftur heim eftir útiveru og ferðalög sumarsins. Ég hef vissulega verið eitthvað heima í sumar en ég nýti hverja stund til þess að vera úti í garði og ég elska að hugsa um sumarblómin mín og gera fallegt á pallinum. Núna er sumarfríið búið - [...]

Fermingarblað Morgunblaðsins

Fermingarblað Morgunblaðsins

Í Fermingarblaði Morgunblaðsins sem kom út á dögunum birtist viðtal við mig um fermingarundirbúning og veisluhöld. Hægt er að skoða PDF útgáfu blaðsins hér: Fermingarblað Morgunblaðsins 2020  Fyrir ykkur sem hafið áhuga á að lesa viðtalið þá er það í heild sinni hér: Hvað starfar þú við í dag? Ég starfa sjálfstætt við heimasíðuna mína [...]

Heimalagað múslí

Heimalagað múslí

Ég held að við könnumst öll við það að hafa lítinn tíma á morgnanna þegar það þarf að koma öllum út í skóla og vinnu á réttum tíma. Mér finnst æðislegt að fá mér þennan einfalda morgunverð, gríska jógúrt með heimagerðu múslí og eplum þegar ég hef ekki mikinn tíma. Ég græja yfirleitt múslí fyrir [...]

Draumagarður í Sarasota

Draumagarður í Sarasota

Í vetur þegar við fórum til Sarasota í Flórída þá fórum við óvænt í einn fallegasta garð sem ég hef á ævi minni komið í en hann heitir Marie Selby Botanical Gardens. Við vorum búin að ákveða að eyða deginum á ströndinni en það var frekar mikill vindur þennan dag og krökkunum langaði frekar að gera [...]