Hvítt og fallegt

Fallegu rúmfötin frá Lín Design hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér en þau eru silkimjúk og endast vel.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lín Design en ég hef unnið með Lín Design lengi og treysti því að fá 100% gæði og góða þjónustu þegar ég versla þar.

AC628CB9-8CAF-43AE-A026-052761F7726D

Ég er mjög hrifin af því að hafa hvít sængurföt en auðvitað er gaman að breyta til líka og nota fallega liti. Ég féll alveg fyrir þessu fallega setti sem heitir Hjartaarfi og er úr 600 þráða Pimabómull. Mynstrið er svo fallegt og silfurþræðir í bróderingunni svo þau eru einstaklega glæsileg.

IMG_5312

Pimabómullin er alveg einstök, en ég hef verið með annað sett frá Lín Design úr 600 þráða Pimabómull í tvö ár núna og það verður mýkra með hverjum þvotti.

Eiginleikar efnisins eru alveg einstakir, en það andar mjög vel og minnkar líkur á því að ég svitni á nóttunni og því finnst mér sængurfötin haldast ferskari og hreinni lengur.

IMG_5317

Ég mæli heilshugar með rúmfötunum frá Lín Design og vel ekkert annað fyrir okkur fjölskylduna. Rúmfötin eru umhverfisvæn og hönnunin er innblásin af íslenskri náttúru sem er einstaklega falleg.

Góða drauma

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s