Sumarið heima

Sumarið er tíminn – að minnsta kosti minn allra uppáhalds tími. Allt í einu er júní hálfnaður! Eins hægt og veturinn líður í mínum huga þá fer sumarið alltaf áfram á ljóshraða!

IMG_1804

Ég var búin að sjá það fyrir mér að flatmaga hérna í sólinni í allt sumar en svo er ég búin að vera á ferð og flugi um landið síðan í maí og mikið að gera hjá okkur fjölskyldunni svo það hefur hreinlega ekki gefist mikill tími til þess að slaka á í sólbaði.

IMG_2107

Sama hversu annasamir dagarnir eru þá reyni ég að taka mér alltaf tíma frá daglegu amstri til þess að fara aðeins í heita pottinn, þó það sé ekki nema seint á kvöldin áður en ég leggst á koddann. Það er algjörlega endurnærandi eftir langan dag.

IMG_2066

Þetta er mín heilsulind. Ég nota tímann á meðan ég ligg í pottinum til að hugleiða, setja á mig maska og djúpnæringu í hárið. Það er bara ekkert betra en að liggja úti í pottinum, hlusta á fuglana syngja og anda að sér ferska íslenska sumarloftinu.

IMG_2077

Ég hef aðeins verið að raða á pallinn og skreyta síðan ég sýndi ykkur myndir af honum í vor, en þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri! Ég elska falleg teppi og púða til að nota úti á palli, gerir allt svo heimilislegt og hlýlegt. Ég tek svo teppin og púðana bara inn á kvöldin eða ef það er rigning úti.

IMG_1863

Ég ákvað líka í vor að fá mér stóra sólhlíf sem er algjör snilld, en hana er hægt að stilla á nokkra vegu og nota til þess að búa til skugga til dæmis við borðið þegar við erum að borða úti.

IMG_1989

Spori elskar pallinn næstum jafn mikið og athyglina….

IMG_2100

Nú fá sumarblómin loksins að vera úti og njóta sín vel, en ég er líka með kál og kryddjurtir í pottum. Þessa skemmtilegu grind sem ég hengdi á skjólvegginn fékk ég í Garðheimum og svarta standinn sem ég geymi plöntur og kryddjurtir í keypti ég í Rúmfatalagernum.

IMG_2073

Ég elska líka að hafa falleg afskorin blóm í vasa úti á palli eins og þessa dásamlegu túlípana sem nutu sín vel úti um daginn þegar við buðum heim í veislu.

IMG_2051

Grillið notum við allt árið um kring en mikið finnst mér gaman að geta skreytt aðeins með blómum í kringum það á sumrin og staðið úti á stuttbuxum að grilla í stað þess að vera dúðuð í úlpu!

IMG_2058

Ég elska þessi fallegu sumarblóm og ætla svo sannarlega að njóta þeirra á meðan hægt er. Síðan er það stór draumur hjá mér að fá mér upphitað gróðurhús seinna í garðinn þar sem ég get ræktað meira og haft falleg blóm.

IMG_2045

Púðarnir, teppin og handklæðin eru úr H&M home og þessar sætu bastkörfur sem ég nota bæði undir plöntur og teppi.

IMG_1812

Hjólaborðið sem ég fékk mér í vor í Rúmfatalagernum hefur verið mikið notað, en ég elska að skreyta það með blómum og svo nota ég það til þess að bera fram drykki líka. Það var því alveg tilvalið að kalla borðið Blómabar Bjargeyjar…

IMG_2038

Fallegu sumarblómin sem gleðja mig svo óendanlega mikið!

IMG_2040

Það vildi svo skemmtilega til að við vorum að fara losa okkur við gamla dýnu sem ég ákvað á síðustu stundu að nota úti á palli í sumar. Ég keypti bara nýtt lak á hana og gerði kósý með púðum sem ég átti til.

Ég keypti svo byggingarplast í BYKO sem ég breiði yfir dýnuna á nóttunni og ef það rignir og þá er alveg minnsta málið að hafa hana úti á pallinum.

IMG_1996

Sólin er farin að skína svo ég er farin út á pall….

Gleðilega þjóðhátíð!

IMG_1982

 

Undirskrift Bjargey

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s