Perlur Suðurlands

Við hjónin ákváðum að taka okkur gott helgarfrí og njóta lífsins á Suðurlandi en nú er alveg einstakt tækifæri til þess að ferðast um landið þar sem það eru fáir ferðamenn á ferli við náttúruperlurnar og tilvalið til að skoða sig um og njóta þess besta sem fallega landið okkar hefur uppá að bjóða.

IMG_2390 2

Þegar ég var að skipuleggja ferðasumarið okkar og skoða hótel í vor sá ég að Hótel Geysir var með góð tilboð á gistingu og ákvað að bóka fyrir okkur hjónin svítu hjá þeim í tvær nætur.

Að gefnu tilefni tek ég það fram að ég bókaði þessa gistingu sjálf og er ekki í neinu samstarfi við Hótel Geysir. Það er alltaf ánægjulegt að geta deilt með mínum lesendum þegar ég er ánægð með vörur eða þjónustu og ég get svo sannarlega mælt með þessu glæsilega hóteli fyrir alla sem vilja lúxus í lífið!

IMG_2371 2

Hótelið er glæsilegt í alla staði og ótrúleg upplifun að gista þar. Ég bókaði junior svítu fyrir okkur en í henni er falleg setustofa þar sem hægt er að ganga út á stórar svalir.

IMG_2341

Baðherbergið á svítunni er virkilega fallegt og upplifunin var eins og að hafa okkar eigin heilsulind inni á herberginu. Glugginn er æðislegur, hægt að draga frá og liggja í baðinu með útsýni yfir fallegu trén allt í kring.

IMG_2374 2

Það var endurnærandi að leggjast í heitt bað eftir langan dag á ferðalagi en við tókum laugardaginn snemma og fórum að Seljalandsfossi, Skógafossi, til Víkur í Mýrdal, í Reynisfjöru og í Dyrhólaey.

IMG_2378

Það er hugsað út í hvert einasta smáatriði á baðherberginu og fegurðin er einstök. Ég var líka mjög ánægð með sloppana, handklæðin og inniskóna því það er ekkert betra en að slaka bara á eftir baðið í slopp og fá sér gott krem og maska.

IMG_2862 2

Sturtan var geggjuð, alveg eins og standa undir fossi með útsýni beint út í íslenska náttúru. Vörurnar frá Sóley Organics toppuðu þetta með náttúrulegum ilm af jurtum, lyngi og fjallagrasi.

IMG_2347

Það var svo sannarlega hægt að slaka og njóta í þessarri fallegu svítu.

Algjör draumur!

IMG_2332 2

Dásamlegt að setjast í þennan fallega glugga með kaffibolla að morgni og njóta útsýnisins.

Maturinn á veitingastaðnum á Hótel Geysi var líka mjög góður, við prófuðum bæði smárétti og drykki og fengum okkur fjögurra rétta sælkera matseðil sem var æðislegur eftir ferðalagið okkar á laugardeginum.

Við munum alveg klárlega bóka okkur aftur frí á Hótel Geysi, þetta var bara alveg meiriháttar í alla staði og svo ótrúlega fallegt hótel.

IMG_2381 2

Við vorum mjög heppin með veður á ferðalaginu okkar, en það var brakandi sól og blíða allan daginn.

Við byrjuðum á því að stoppa við Seljalandsfoss sem er alltaf jafn fallegur!

IMG_2482

Við höfum nokkrum sinnum farið á bakvið fossinn en ákváðum að sleppa því í þetta sinn. Það er mjög skemmtilegt að fara í smá ævintýraferð bakvið Seljalandsfoss, sérstaklega með krökkunum en þá mæli ég með regnkápum.

IMG_2507

Vík í Mýrdal skartaði sínu fegursta fyrir okkur og við nutum þess að skoða okkur um, taka myndir og fá okkur að borða en við prófuðum veitingastaðinn Smiðjan Brugghús og fengum mjög góðan mat þar.

Víkurkirkja er falleg uppi á hæðinni og útsýnið þaðan í lúpínuhafinu yfir Reynisdranga var alveg magnað!

IMG_2664

Reynisfjara er alltaf jafn fallegur staður að heimsækja.

IMG_2691

Hversu flottur þessi svarti sandur!

IMG_2696

Og þessi náttúra er svo ótrúleg!

IMG_2765 2

Ég sat alveg heillengi þarna og bara hugsaði hvort þetta væri í alvörnni bara hægt!

IMG_2749 2

Stuðlabergið skartaði sínu fegursta.

IMG_2725

Fallega landið okkar!

IMG_2746

Alveg magnað!

IMG_2685 2

Við fórum líka út í Dyrhólaey en ég man ekki eftir því að hafa komið þangað áður. Svo skemmtilegt að skoða fallega staði á landinu okkar eins og maður sé að heimsækja landið í fyrsta skipti.

IMG_2806

Það er hægt að keyra alveg upp á toppinn á Dyrhólaey og útsýnið þaðan er stórkostlegt!

IMG_2786

Skógafoss er alltaf jafn fallegur og þessi fallegi regnbogi beið okkar við fossinn. Það var nú ekki annað hægt en að fara undir hann og smella af einni mynd.

IMG_2580

Einn fallegasti foss landsins!

IMG_2592

Við höfum mikið ferðast um Suðurlandið undanfarin ár í styttri ferðum og þá mæli ég mikið með því að kíkja á Gullfoss og Geysi, í Friðheima, Skálholt, fara með fjölskylduna í Slakka og kíkja á dýrin. Síðan er er gaman að kíkja í Sólheima og Þingvellir eru yndislegur staður til að eyða deginum á. Okkur finnst alltaf jafn gaman að kíkja í Hveragerði, skoða blómin, leikvelli þar og fara í gönguferðir.

IMG_2825

Annars vorum við bara mjög afslöppuð á þessu ferðalagi og stoppuðum á leiðinni ef við sáum eitthvað skemmtilegt sem okkur langaði til þess að skoða eins og þennan skemmtilega helli sem búið að er byggja torfkofa við.

Mér finnst alltaf jafn gaman að skoða eitthvað nýtt og bara njóta þess að vera úti í náttúrunni. Taka með sér nesti og nýja skó og leggjast út í móa!

IMG_2836

Ísland hefur svo ótrúlega marga skemmtilega möguleika og maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt. Íslenska sumarið er líka það allra besta. Alltaf ferskt loft, fallega landslagið og náttúrufegurðin engu lík.

IMG_2511

Takk fyrir mig Suðurland!

Mikið er ég heppin að búa á þessu fallega landi okkar og geta ferðast um og upplifað stórbrotna náttúru. Ég fór fyrir tveimur vikum á Norðurlandið og naut lífsins þar með góðum vinkonum en fyrir áhugasama er blogg um þá ferð hér:

Perlur Norðurlands

Ferðasumarið mitt og fjölskyldunnar er svo sannarlega hafið, næst á dagskrá eru Vestmannaeyjar!

A0596906-DE55-4EB8-AD82-A3E56BF18B78

Undirskrift Bjargey

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s