Gyllt og glitrandi hátíðarborð

Á hverju ári skreyti ég hátíðarborð, en mér finnst það ómissandi hluti af upplifuninni á aðfangadagskvöld að setjast niður við fallega skreytt borð og njóta matarins með fjölskyldunni.

Í ár sá ég fyrir mér að nota gyllt, svart og fagurgrænt í skreytingarnar.

IMG_9901

Á hátíðarborðinu nota ég alltaf tauservíettur og skreyti á ólíkan hátt á hverju ári. Ég fann þessar fallegu tauservíettur í jólaferðinni minni til Glasgow um daginn en þær eru örlítið gylltar með smá glimmeri svo þær voru fullkomnar á hátíðarborðið í ár.

IMG_9908

Ég ákvað að hafa hnífapörin inni í servíettunum og binda þær saman í miðjunni með silkiborða og skreyta með lifandi Buxus greinum sem ég fékk í Garðheimum.

IMG_9981 2.jpg

Kertastjakarnir gera borðið svo hátíðlegt og glæsilegt, en ég var búin að sjá það fyrir mér að hafa háa kertastjaka í miðjunni og fann þessa gylltu stjaka í H&M HOME en gylltu hnífapörin mín sem eru á borðinu eru einnig þaðan.

Svörtu kertin fékk ég í Garðheimum en þar fékk ég einnig þessi sætu litlu jólatré og gylltu og glitrandi skrautlengjuna sem ég lagði yfir löberinn.

IMG_9911

Ég ákvað að hafa dökkan dúk og fann þennan æðislega svarta dúk í Lín DESIGN.

Þegar ég var að skoða dúkana í Lín DESIGN sá ég fallegan löber með gylltri fjallkonu bróderingu og féll algjörlega fyrir honum enda er mynstið svo glæsilegt og hátíðlegt.

IMG_9895

Ég var lengi búin að láta mig dreyma um að eignast svart matarstell og sá þessa æðislegu svörtu diska í Líf og List. Ég fékk líka gylltu diskana þar sem ég ákvað að hafa undir matardiskunum, en mér finnst þeir gera mjög mikið fyrir hátíðarborðið.

IMG_9911

Ég er virkilega ánægð með hátíðarborðið mitt í ár og nú þarf ég bara að skreyta aðeins meira, baka piparkökur og pakka inn nokkrum jólagjöfum.

Ef þú vilt fylgjast með jólaundirbúningnum hjá mér þá mæli ég með því að finna mig á Instagram – Bjargey & Co. en þar set ég bæði myndir og myndbönd í Instastory.

Heima er allavega kominn ilmur af jólum…

IMG_9901

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s