Íslensk hönnun fyrir heimilið

IMG_9317
Unnið í samstarfi við Lín Design

Ég kolféll fyrir þessu fallega ullarteppi þegar ég var að skoða og láta mig dreyma í versluninni Lín Design um daginn.

Gefn ullarteppið er nýjung hjá Lín Design en það er framleitt úr íslenskri ull hjá KIDKA á Hvammstanga.

Ég sá það fyrir mér að hafa teppið yfir rúmteppinu okkar inni í svefnherbergi og það finnst mér koma virkilega vel út, en það er svo hlýtt og notalegt að vefja sig inn í teppið í sófanum svo það hefur fengið að eiga sinn stað í stofunni.

IMG_9303

Áttablaðarósin er í miklu uppáhaldi hjá mér en hún er sígild íslensk hönnun og minnir á frostrósir. Áttablaðarósin er byggð á munstri úr sjónabók Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld.

Gefn ullarteppin koma í tveimur stærðum, 140×200 og 100×130, og þau fást í þremur litum. Tilvalin jólagjöf fyrir þá sem vilja fallega og klassíska íslenska hönnun.

IMG_9308

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s