Mjúkt og fallegt í jólapakkann

Minn uppáhalds árstími er framundan, aðventan og jólin. Ég er byrjuð að setja niður lista, hvaða jólagjafir ég gef í ár og hvaða hugmyndir ég hef handa hverjum og einum. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri, en mér finnst gott að hafa lista sem ég get strikað út af jafn óðum þegar ég finn réttu gjöfina.

IMG_9103 2

Í samstarfi við Lindex ætla ég að gefa ykkur nokkrar jólagjafahugmyndir, en ég elska fötin frá Lindex og þar finn ég alltaf fallegar gjafir og föt fyrir mig sjálfa.

IMG_9078

Falleg undirföt eru klassísk og falleg gjöf fyrir dömur, en úrvalið er mjög mikið hjá Lindex og starfsfólkið hjálpar þér að finna það sem þér hentar best.

IMG_1431_Fotor_Fotor

IMG_9107.jpg

Kósy sloppur er dásamleg jólagjöf en það er ekkert notalegra en að fara í mjúkan slopp og lesa góða bók um jólin. Fullkomin gjöf fyrir mömmu, ömmu eða bestu vinkonu!

IMG_9088

Ég elska setja saman nokkra hluti í fallega gjafaöskju eða poka, það er eins og að opna góðan konfektkassa að setja saman snyrtivörur og dekur eins og maska eða krem. Í þessa öskju setti ég mjúk og falleg náttföt, kósý sokka og vel valdar snyrtivörur sem ég veit að munu gleðja.

Náttföt eru alltaf á jólagjafalistanum mínum og þessi dásamlegu bleiku náttföt eru bæði mjúk og falleg.

Á okkar heimili hefur skapast sú hefð að allir fái ný náttföt fyrir jólin, en við höfum verið svo heppin að stundum hefur einn af jólasveinunum komið færandi hendi með mjúkan pakka í skóinn á Þorláksmessu. Þeir eru svo yndislegir þessir sveinkar, hugsa fyrir öllu og vilja alltaf gleðja aðra.

IMG_9078

Ég mun svo vera með á kósý jólakvöldi í Lindex á aðventunni þar sem við munum eiga saman notalega stund. Ég hjálpa ykkur að velja jólagjafir, segi ykkur frá Hamingjubók og við munum njóta saman ljúffengra veitinga. Ég deili með ykkur nánari upplýsingum þegar nær dregur og hlakka til að taka á móti ykkur í Lindex.

Undirskrift Bjargey

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s