Hryllilegt Halloween partý!

Hrekkjavökupartý eru orðin hluti af hverdagslífinu ár hvert í október en Hrekkjavakan sjálf er á morgun 31. október.

IMG_5434 2

Við fjölskyldan höfum tekið þátt síðastliðin ár þó það sé ekki alltaf með sama sniði, en krakkarnir elska að fara í búninga og gera sér glaðan dag með hryllilegum skreytingum og veitingum.

Vikan hjá okkur hefur farið í undirbúning fyrir Hrekkjavökudiskó, Hrekkjavökuball, Hrekkjavökupartý og á morgun mega krakkarnir koma í búningum í skólann og síðan er hægt að fara út seinnipartinn í hverfinu og biðja um grikk eða gott!

IMG_9001
Samstarf við Tertugallerí

Ég auðveldaði mér undirbúninginn fyrir partýið með því að panta Hrekkjavökutertu frá Tertugallerí en þær eru virkilega bragðgóðar og hryllilega flottar!

IMG_5331 2

Krakkarnir gerðu svo allskonar snarl með Hrekkjavökuþema en það er mjög auðvelt að búa til bragðgóðar og skemmtilegar veitingar ef maður leyfir hugmyndafluginu að ráða för!

IMG_5342
Popp með blóði vakti mikla lukku í partýinu en þetta er rautt súkkulaði sem við bræddum og helltum yfir poppið!

Hægt er að velja mismunandi myndir á kökurnar frá Tertugallerí og þar er líka hægt að fá þessar flottu Hrekkjavökubollakökur!

IMG_9008
Samstarf við Tertugallerí

Við gerðum draugahús á efri hæðinni og notuðum háaloftið í það enda frekar óhugnalegt að fara þangað upp í myrkri….

IMG_5441 2

Það er hægt að búa til ýmislegt úr gömlum lökum og með smá gervi kóngulóarvef….

Baðherbergið var líka skreytt og það var farið alla leið í hryllingi þar….

IMG_5450

Krökkunum fannst mjög skemmtilegt að fá sér rauðan drykk sem minnir á eitthvað allt annað en hann er….en þetta er Ribena safi skreyttur með gerviaugum og stórum klaka.

IMG_5390 2

Þau skreyttu líka sykurpúða með matarlit og rauðu súkkulaði…

IMG_5431

Í stofunni vorum við með allskonar heimatilbúnar skreytingar og nýttum bara það sem var til og fannst í geymslunni.

IMG_5305 2

Köngulóarvefurinn var mjög vinsæll en ég keypti hann í Partýbúðinni.

IMG_5296 2

Hryllilega flottur þessi!

IMG_5273 2

Gleðilega Hrekkjavöku og farið varlega á morgun þegar draugar og allskonar ófreskjur fara á stjá og biðja um grikk eða gott!

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s