Hamingjubók

Hamingja er tilfinning sem við upplifum út frá ánægju, gleði og vellíðan.

Hamingja er djúpt hugarástand í tengslum við okkar innri hugarró sem varir lengur en stundargleði og ánægja.

Hver og einn skilgreinir sína eigin hamingju og við þurfum sjálf að finna það út hvað veitir okkur sanna hamingju í okkar lífi.

IMG_8292

Hamingjubók

Hamingjubók er dagbók þar sem þú ert höfundurinn.

Þú getur notað Hamingjubók til þess að finna það út hvað eykur vellíðan þína og hamingju. Bókin nýtist öllum sem vilja hugsa vel um líkama og sál. Með því að skrifa í bókina getur þú fundið út hvar styrkleikar þínir liggja, hverjir draumar þínir eru og hvert þú stefnir í lífinu.

131C8AB1-62AB-4D21-82F3-910E3FA0EF77

 Þú getur skrifað niður daglega hvernig þér líður, hvaða tilfinningar þú upplifir og hver verkefni dagsins eru. 

Einnig getur þú skráð næringu, hreyfingu, sjálfsumhyggju og svefn og þannig getur þú áttað þig betur á því hvað er í góðu jafnvægi og hvort það séu einhverjar breytingar sem þú vilt gera á þínum lífsstíl.

9ACC9E0A-FE48-488D-A09A-CED25608A462

Í upphafi hverrar viku getur þú skráð markmið þín, þínar hugleiðingar og að hvaða skapandi verkefnum þú ert að vinna. Í lok hverrar viku getur þú síðan farið yfir það hvaða markmiðum þú náðir og hvort þú viljir setja þér markmið fyrir nýja viku.

ED2A2C34-9386-4F45-954D-CF507EC24666

Í Hamingjubók getur þú skrifað niður hverjir draumar þínir eru og hvaða leiðir þú ætlar að fara til þess að láta þá rætast. Enginn draumur er of stór!

Allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Ef þú setur athyglina á styrkleikana þína, gefur þér tíma, ást og umhyggju munt þú vaxa og dafna og verða besta útgáfan af sjálfri/um þér.

Þú ert höfundurinn að þínu lífi!

Mundu að hamingjan er þín og framtíðin er allt sem þú munt skapa!

IMG_8161

Hægt er að panta Hamingjubók í vefverslun Bjargey & Co. en hún kostar 3600 kr. Sendingargjald er 350 kr. hvert á land sem er.

Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að panta þitt eintak!

Vefverslun Bjargey & Co.

Undirskrift Bjargey

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s