Heilsa og hamingja – þín leið!

Nýtt námskeið í Heilsuborg!

IMG_8104

Það er mér mikil ánægja að deila með ykkur þeim skemmtilegu fréttum að í byrjun október er ég að fara af stað með glæný námskeið hjá Heilsuborg.

 Heilsa og hamingja – þín leið!

Námskeiðið er stuðningur, hvatning og fræðsla fyrir þá sem eru að finna sinn takt í heilbrigðum lífsstíl og byggir á þeirri hugmyndafræði Heilsuborgar að fólk sé ólíkt og að ekki henti öllum það sama. Námskeiðið hentar mjög vel fyrir þá sem vilja breyta lífsstílnum en vita ekki hvar þeir eiga að byrja og líka fyrir þá sem eru lengra komnir en vilja stuðning, hvatningu og fræðslu.

9ACC9E0A-FE48-488D-A09A-CED25608A462

Viðfangsefni sem tekin verða fyrir á námskeiðinu:

  • Sjálfsumhyggja og sjálfsrækt
  • Markmiðasetning
  • Styrkleikar okkar og hvernig þeir nýtast okkur í lífsstílsbreytingum
  • Heilsusamlegt mataræði, að borða í núvitund og samband okkar við mat
  • Hvernig er hægt að auka hamingjuna í eigin lífi
  • Jákvæð hugsun
  • Að elska sjálfan sig eins og maður er núna – hvernig gerir maður það?
  • Heilbrigður lífsstíll og andleg líðan eftir áföll eða breyttar aðstæður

ED2A2C34-9386-4F45-954D-CF507EC24666.jpg

Hamingjubók

Í fyrsta tíma námskeiðsins afhendi ég þátttakendum dagbókina Hamingjubók sem er sérsniðin að efni námskeiðsins.

Hamingjubók hefur fylgt mér lengi í minni vegferð að heilbrigðum lífsstíl og betri heilsu, en ég þurfti að byggja mig upp frá grunni eftir að hafa misst heilsuna fyrir nokkrum árum. Ég skrifaði daglega í auða stílabók, líðan mína og hugleiðingar en það hjálpaði mér að ná yfirsýn, auðveldaði mér markmiðasetningu og að koma auga á styrkleika mína. Með því að skrifa í bókina áttaði ég mig líka betur á því hvað ég væri að gera vel og hvað gæfi mér raunverulega gleði og sanna hamingju í lífinu.

131C8AB1-62AB-4D21-82F3-910E3FA0EF77
Mig hefur lengi dreymt um að leyfa öðrum að njóta Hamingjubókar og er því að gefa hana út, en hún er væntanleg úr prentun innan skamms.

Í Hamingjubók er hægt að skrá daglega líðan, tilfinningar og verkefni dagsins. Einnig er hægt að skrá næringu, hreyfingu, sjálfsumhyggju og svefn. Þannig er hægt að átta sig betur á því hvað er í góðu jafnvægi eða hvort maður vilji gera einhverjar breytingar.

IMG_8093.jpg

Í upphafi hverrar viku er gott að skrá markmið og hugleiðingar í dagbókina. Í lok hverrar viku er líka gott að fara yfir árangurinn og setja sér markmið fyrir nýja viku.

Það sem hjálpaði mér einna mest til að gera varanlegar breytingar á lífsstílnum var að taka lítil skref, setja raunhæf markmið og fylgjast með árangrinum með því að skrá niður í dagbókina. Það sem breytti líka öllu fyrir mig var að læra að setja sjálfa mig í fyrsta sæti, elska sjálfa mig eins og ég er og setja fókusinn á heilbrigt líferni í stað þess að einblína á tölu á vigt. Þeirri vegferð mun ég deila með þátttakendum á námskeiðunum og hvaða skref er gott að taka til þess að læra að elska sjálfan sig – eins og maður er núna!

9ACC9E0A-FE48-488D-A09A-CED25608A462

Námskeiðið kostar 25.900 kr og innfalið er:

Stuðningur, fræðsla, hvatning og umræður, vikulega í 8 vikur, 90 mínútur í senn.
Vinnubók námskeiðsins, Hamingjubók eftir Bjargeyju Ingólfsdóttur.
Lokaður Facebook hópur fyrir fróðleik, umræður og hvatningu.
Frí prufuvika í líkamsrækt hjá Heilsuborg.

Tímasetningar námskeiðs í Heilsuborg:

Hefst 1. október 2019 – á þriðjudögum kl. 17:30-19:00
Hefst 3. október 2019 – á fimmtudögum kl. 17:30-19:00 (Hópur fyrir þá sem hafa farið í efnaskiptaaðgerð).
Hefst 4. október 2019 – föstudögum kl.10:00-11:30

IMG_8109

Skráning er hafin hjá Heilsuborg og á heimasíðu Heilsuborgar:

Smelltu hér til að skrá þig:

Heilsa og hamingja – þín leið!

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s