Lautarferð í blíðunni

IMG_1648_Fotor_Fotor9.jpg
Samstarf við Mylluna og Lindex

Páskafríið okkar er búið að vera afskaplega ljúft og síðustu tvo daga er veðrið búið að vera mjög gott hjá okkur í Kópavoginum svo við erum búin að vera mikið úti að leika og njóta þess að vera saman í fríi.

IMG_1539_Fotor

Í dag fórum við Hrafnhildur og Spori í lautarferð í Borgarholtið sem er í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá heimilinu okkar, en við erum mjög dugleg að fara eitthvað út í nágrenninu þegar veðrið er gott, tökum með okkur nesti og leikum okkur saman.

IMG_1676_Fotor

Að vera úti í náttúrunni finnst okkur dásamlegt og við göngum og hjólum í allar áttir frá heimilinu okkar á sumrin því það eru svo mörg skemmtileg útivistarsvæði allt í kring.

Það þarf ekki að keyra langt út í sveit til að njóta náttúrunnar, við förum mikið í Nauthólsvík, Öskjuhlíðina, að Hvaleyrarvatni, í Heiðmörk, í fjöruferðir og á einhverja nýja leikvelli og útivistarsvæði.

IMG_1574_Fotor

Þessi tvö eru miklir vinir og elska að fara saman út að leika.

IMG_1578_Fotor

Borgarholtið í vesturbæ Kópavogs er fallegt svæði með útsýni í allar áttir. Á svæðinu er líka margt um að vera, Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs sem eru æðisleg söfn fyrir alla fjölskylduna. Fyrir utan söfnin er líka skemmtilegt leiksvæði og stór ærslabelgur sem hægt er að hoppa á.

IMG_1545_Fotor

Þessi tvö elska að vera úti í góða veðrinu og fara í smá lautarferð með nesti.

IMG_1595_Fotor

Við tókum með okkur ferska ávexti, Ostaslaufur frá Myllunni sem okkur finnst ótrúlega gott að grípa með okkur í lautarferðir og Smáar möndlukökur frá Myllunni sem eru í uppáhaldi og í hentugri stærð til að taka með í ferðalög. Okkur finnst ómissandi að hafa ískalda mjólk með kökunum svo við tókum hana með í glerflöskum.

IMG_1585_Fotor

Ég er svo tilbúin í sumarið! Þessi vetur er búinn að vera kaldur og það er alveg kærkomið að fá sól og blíðu í hversdagslífið.

Þennan fallega Ella M Kímónó keypti ég í Lindex um daginn og þessi æðislegu sólgleraugu, en ég elska hvað það er mikið úrval af fallegum sumarfötum í Lindex og ódýrum fylgihlutum eins og sólgleraugum, skarti og töskum.

IMG_1676_Fotor

Framundan eru svo skemmtileg ferðalög, vinnuferð til Glasgow eftir þrjá daga, vinnuferð til Brussel eftir þrjár vikur og svo vinkonuferð til Tenerife þar sem verður bara slakað á!

Elsku sumar…vertu velkomið!

IMG_1686_Fotor

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s