Draumur um ferðalag

IMG_0621_Fotor

Ég elska að ferðast eins og hefur líklega ekki farið framhjá neinum sem lesa bloggið reglulega eða fylgjast með mér á INSTAGRAM – BJARGEY & CO.

Ég er alltaf að plana einhver ferðalög og er bæði með nýja og gamla staði í huganum sem mig langar til þess að heimsækja næst eða bara einhvern tímann í framtíðinni.

IMG_0633_Fotor

Eitt af því sem ég myndi segja að væri áhugamálið mitt er að láta mig dreyma um ferðalög. Ég elska sumar og sól, að hlaupa um berfætt í sandinum á gylltri strönd, liggja á sólbekk með kokteil í hönd og upplifa eitthvað annað en Ísland. Ég segi það stundum í gríni að ég hafi fæðst á vitlausri eyju en ég er bara ein af þeim sem á erfitt með skammdegið, þennan kalda tíma yfir veturinn á Íslandi þegar við fáum litla birtu og nánast enga sól.

Nú hefur sólin aðeins látið sjá sig að undanförnu og það er að gera mjög góða hluti fyrir andlegu hliðina hjá mér skal ég segja ykkur!

IMG-4961

En í kuldanum læt ég mig dreyma um sól og það iljar mér um hjartarætur. Það hjálpar mér líka hreinlega að lifa veturinn hérna af að hugsa um ferðalög á heitari slóðir og láta mig dreyma.

Ég hef komist að því að það borgar sig að láta sig dreyma og sjá fyrir sér draumafríið. Líkurnar á því að draumurinn rætist eru margfalt meiri ef maður sér það fyrir sér gerast. Maður verður líka að trúa því að maður eigi það skilið að fara í frí og gefa sér tíma til þess.

IMG_0625_Fotor

Fyrir nokkrum árum var ég að spjalla við góða vinkonu og ég sagði henni að ég öfundaði hana af því að hún væri að fara erlendis með fjölskylduna sína í frí. Ég samgladdist henni samt sem áður innilega en þá var mig virkilega farið að langa til þess að fara í frí og hafði ekki farið erlendis með börnin í 6 ár. Það var bara alltaf eitthvað annað sem gekk fyrir, við vorum að gera upp hús, ég valdi að vera heimavinnandi um tíma á meðan börnin voru lítil og það að fara í frí var aldrei í neinum forgangi. Fyrir utan að það kostar peninga að ferðast og ég átti ekki neinn sérstakan ferðasjóð.

En þá sagði hún við mig eitthvað sem breytti alveg minni sýn.

„Það er kannski langt síðan að þú fórst síðast í frí en það þarf ekki að vera langt í að þú farir í frí ef þú trúir á að það geti gerst“ 

Ég hugsaði lengi um þetta og vissi það alveg innst inni að ég hefði eiginlega gefið upp alla von að komast einhverntímann í þetta langþráða frí. En málið hreinlega var að ég trúði því ekki að þetta myndi á endanum gerast, ég nennti eiginlega ekki að trúa því til þess að verða svo fyrir vonbrigðum ef það myndi ekki gerast. Ég þorði ekki að taka sénsinn, betra að gera sér engar vonir.

Og þá gerðist það sem breytti öllu…

Ég tók ákvörðun um að taka áhættuna. Leyfa ekki efasemdum að draga mig niður. Ég ákvað að trúa því og treysta að ég gæti farið í draumafríið með alla fjölskylduna. Ég ákvað það í miðjum stórframkvæmdum á heimilinu árið 2014 að árið eftir færi ég í sumarfrí til Spánar. Með núll krónur í ferðasjóðnum og ekkert annað en draum í kollinum. En ég setti þetta út í orkuna. Sagði eiginmanninum og vinkonum mínum að á næsta ári ætlaði ég til Spánar í sumarfrí og viti menn….draumurinn varð að veruleika.

Hérna erum við fjölskyldan á Spáni 2015

Það bara þannig að ef maður trúir því heitt og innilega að draumurinn muni rætast og að maður eigi það skilið að fá að upplifa þann draum þá eru bara svo miklu meiri líkur á að hann rætist. Ég byrjaði strax að skoða flug og hótel, setti niður plan hvernig ég ætlaði að safna peningum fyrir ferðinni og ákvað það bara að nú væri komið að því að fara í frí. Það var sett í forgang og við sáum svo sannarlega ekki eftir því. Við áttum saman yndislegar tvær vikur á Spáni sumarið 2015 og það sem þetta gerði mikið fyrir okkur öll.

Og þá var ekkert aftur snúið, við ákváðum að þetta yrði endurtekið sama hversu langan tíma það tæki að safna fyrir næstu ferð! Og við fórum aftur í fyrra í

Draumafrí fjölskyldunnar til Tenerife

Það að fara saman í frí er ekki bara ferðalag. Það er frí frá hversdagsleikanum og vinnu, það reynir á samheldni fjölskyldunnar, nýtt umhverfi – nýjar áskoranir. Það er yndislegt að sjá börnin upplifa nýja menningu, læra eitthvað nýtt, njóta sín í öðru umhverfi og þau eru vön og ég verð að segja fyrir mig að mér finnst heilmikill lærdómur fólginn í því fyrir börn að ferðast.

GJAFALEIKUR

IMG_0614_Fotor
Samstarf við Reykjavík Warehouse

Þar sem ég er alltaf á ferð og flugi finnst mér mjög gott að hafa hárvörurnar mínar meðferðis í ferðastærð svo ég hoppaði hæð mína af gleði þegar ég sá að ELEVEN AUSTRALIA er komið með sjúklega flotta tösku með öllum mínum uppáhalds hárvörum í ferðalagið!

IMG_0603_Fotor

Taskan inniheldur HYDRATE MY HAIR sjampó og næringu, 3 MINUTE REPAIR djúpnæringu, ELEVEN hárgreiðu og MIRACLE HAIR TREATMENT.

IMG_0609_Fotor

HYDRATE MY HAIR sjampó og næring er algjör rakabomba fyrir hárið sem mér finnst nauðsynlegt að hafa meðferðis í sólarlandaferðum, en þegar sólin skín mikið á hárið getur það orðið þurrt og orðið fyrir skemmdum. Þessi tvenna gefur hárinu mikinn raka og verndar það enda inniheldur hárnæringin meðal annars avókadó olíu sem gefur mikla næringu og fallegan gljáa.

3 MINUTE REPAIR RINSE OUT TREATMENT er öflug djúpnæring sem styrkir og nærir þurrt hár og byggir upp skemmt hár. Næringin er full af próteini og inniheldur Shea Butter sem ilmar dásamlega. Þessa djúpnæringu nota ég 1-2 í mánuði en á ferðalögum í sól nota ég hana einu sinni í viku og ég finn strax mun á hárinu eftir notkun.

 MIRACLE HAIR TREATMENT er síðan það allra besta! Þetta er hárkrem sem maður ber í hárið eftir þvott og ilmar dásamlega. Það leysir allar flækjur og gerir hárið silkimjúkt. Það besta er hins vegar að það inniheldur sólarvörn fyrir hárið ásamt klórvörn og verndar sérstaklega litinn í lituðu hári. Þetta hentar samt sem áður öllum hárgerðum og ég nota þetta mikið í hárið á stelpunum mínum þegar það þarf að greiða úr flækjur.

IMG_0621_Fotor

Þar sem sólin er farin að skína á okkur og ég er í einstaklega góðu skapi þessa dagana með spennandi ferðalög framundan hjá mér ætla ég að GEFA tvær svona geggjaðar ELEVEN AUSTRALIA töskur!

Það eina sem þú þarft að gera er að finna mig á INSTAGRAM – BJARGEY & CO. – fylgja mér þar (FOLLOW) og taka þátt í leiknum með því að skrifa undir myndina. Þú getur merkt vin eða vinkonu og ég dreg út einn heppinn vinningshafa þann 12. mars sem fær tösku fyrir sig og aðra til að gefa!

IMG_0614_Fotor

Láttu þig dreyma um allt það sem þig langar í og trúðu heitt og innilega á að draumurinn muni rætast.

Trúið mér það virkar!

IMG_7142

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s